Sýndu magnaða ræðu Messi fyrir úrslitaleikinn í Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 09:01 Lionel Messi tók við bikarnum eftir sigur Argentínu í Suður-Ameríkubikarnum og var heldur betur kátur. Getty/Buda Mendes Það styttist í það að heimsmeistarakeppnin hefjist í Katar og þar verða augu margra á Argentínumanninum Lionel Messi sem fær þar síðasta tækifærið til að kóróna feril sinn með heimsmeistaratitli. Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a> Copa América Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a>
Copa América Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira