Pep Guardiola um hinn sautján ára Rico Lewis: Við gefum engar gjafir hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Rico Lewis fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gær. Getty/Marc Atkins Rico Lewis varð í gærkvöldi annar yngsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í sigurleik Manchester City á móti Sevilla. Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira