Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 13:42 Sjón lýsir því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur með því að vera með henni á bókmenntahátíð, nú þegar fyrir liggi að ríkisstjórn hennar hafi vísað hælisleitendum af landi brott með skömmum fyrirvara. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Sjón segist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur, sem er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni. Hann telur einsýnt að Katrín hljóti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Katrín sendi, ásamt Ragnari Jónassyni glæpasagnahöfundi, nýverið frá sér glæpasöguna Reykjavík. I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.— Sjón (@Sjonorama) November 3, 2022 Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson, Amanda Reagdman, Ruth Ware, Ryan Tubridy, Lucy Foley, AJ Finn, Clare Mackintosh og Liz Nugend. Þannig að ljóst er að um mikla hátíð er að ræða en á heimasíðu viðburðarins kemur fram að passar á hátíðina séu upppseldir. Meðal þeirra sem styrkja hátína eru Storytel og Fríkirkjan í Reykjavík. Sjón birtir yfirlýsingu sína á ensku, á Twitter, en fáir ef nokkrir íslenskir höfundar eru eins þekktir fyrir verk sín og hann. Sjón merkir Katrínu sérstaklega í færslu sinni þannig að afstaða hans fer um víðan völl, svohljóðandi: „I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.“ Viðbrögð við orðum Sjóns hafa ekki látið á sér standa og hafa nú þegar fjölmargir deilt færslu hans og tekið undir. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Sjón segist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur, sem er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni. Hann telur einsýnt að Katrín hljóti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Katrín sendi, ásamt Ragnari Jónassyni glæpasagnahöfundi, nýverið frá sér glæpasöguna Reykjavík. I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.— Sjón (@Sjonorama) November 3, 2022 Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson, Amanda Reagdman, Ruth Ware, Ryan Tubridy, Lucy Foley, AJ Finn, Clare Mackintosh og Liz Nugend. Þannig að ljóst er að um mikla hátíð er að ræða en á heimasíðu viðburðarins kemur fram að passar á hátíðina séu upppseldir. Meðal þeirra sem styrkja hátína eru Storytel og Fríkirkjan í Reykjavík. Sjón birtir yfirlýsingu sína á ensku, á Twitter, en fáir ef nokkrir íslenskir höfundar eru eins þekktir fyrir verk sín og hann. Sjón merkir Katrínu sérstaklega í færslu sinni þannig að afstaða hans fer um víðan völl, svohljóðandi: „I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.“ Viðbrögð við orðum Sjóns hafa ekki látið á sér standa og hafa nú þegar fjölmargir deilt færslu hans og tekið undir.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40
Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent