Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:25 Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið frá Íshokkísambandinu og Skautasambandinu i til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Vísir/Arnar Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars. Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars.
Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira