LÆSI. Erum við á réttri leið? Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 08:31 Sem forseti Menntavísindasviðs fagna ég þeirri umræðu sem verið hefur um menntamálin að undanförnu. Það er brýnt að við sem samfélag ræðum um menntun og menntakerfið sem er ein af grunnstoðum samfélagsins. Hafa ber þó í huga að fjölmiðlaumræðan, til dæmis um læsi og lestrarkennslu, á það til að hverfast um það sem betur má fara eða átakalínur liggja. Þá fæst ekki alltaf heildstæð mynd af því sem raunverulega gerist á vettvangi skólastarfs, því þar eru gríðarlega góðir hlutir að gerast. Íslensku menntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í þessari viku og bera þær fjölmörgu tilnefningar sem bárust vott um hve fær og mikill mannauður starfar á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Ég óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenninguna! Erum við að fylgja vísindum? Mikilvægt er að hafa í huga að menntavísindi, eins og öll vísindi, eru ekki ein og altæk. Eðli málsins samkvæmt er tekist á um ýmislegt í menntasamfélaginu, líkt og innan annarra fræðasviða, t.d. um nálganir í lestrarkennslu. Lestrarkennsla á Íslandi hefur mótast á grunni bestu þekkingar hverju sinni og er enn að þróast þar sem námsumhverfi og félagslegur veruleiki barna hefur tekið stökkbreytingum. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær fjölmörgu rannsóknir sem fræðafólk háskóla hér á landi, ekki síst Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, hafa unnið að síðustu árin (sjá nokkrar þeirra hér f. neðan). Þær rannsóknir benda eindregið til þess að hlúa þurfi að málþroska og orðaforða barna, að tvítyngd börn þurfi markvissa íslenskukennslu og að mikilvægt sé að styðja enn betur við þau börn sem eiga í lestrarörðugleikum. Hér gildir sannarlega að betur má, ef duga skal. Efla þarf menntarannsóknir og auka fjármögnun til þeirra. Ekki er hægt að byggja upp íslenskt skólastarf einvörðungu á grunni erlendra rannsókna. Menntarannsóknir eru í eðli sínu samvinnurannsóknir og mótast af félags- og menningarlegu samhengi. Kennarar og annað fagfólk á vettvangi menntunar verða að taka virkan þátt í menntarannsóknum og eiga skýra aðild að opinberri umræðu um skólastarf og kennsluhætti. Á að hætta með lesfimipróf? Öll próf, mat og kannanir á einstaklingsbundnum árangri geta verið tvíeggjuð sverð. Slík verkfæri verða að vera raunhæf og því tek ég undir með þeim sem telja að það ætti að endurskoða þau efri viðmið sem nýtt eru um fjölda orða í lesfimiprófum hér á landi. Tímabært er að endurmeta með hvaða hætti lesfimipróf eru notuð. Rannsóknir sýna að lesfimipróf nýtist vel til að fylgjast með framförum hvers og eins, en forðast ætti að leggja áherslu á samanburð milli barna. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. En sérfræðingar á sviði læsis og lestrarkennslu vita að það að mæla lesfimi er afskaplega mikilvægt tæki til að kennarar viti hvaða börn þarf að styðja sérstaklega og hvaða börn eru í góðum málum. Kveikjum neistann Sannarlega hefur tekist að kveikja neistann í Vestmannaeyjum og hefur forsvarsfólk verkefnisins jafnframt kveikt neista í samfélagslegri umræðu um menntamál. Breið samstaða hefur myndast þar sem foreldrar, fagfólkið í skólanum og sveitarstjórnarfólk taka höndum saman, sem er mikið ánægjuefni. Verkefnið felst í margháttuðum breytingum á skipulagi skólastarfs í 1. og 2. bekk. Svigrúm fyrir hreyfingu og val nemenda hefur aukist, verið er að þróa leiðir til að meta og fylgjast með árangri hvers og eins, og lögð er áhersla á markvissa og einstaklingsbundna eftirfylgd. Árangur eftir fyrsta árið var góður og spennandi verður að fylgjast með þróun þessa langtímaverkefnis sem er til tíu ára. Þingmenn Flokks fólksins vildu leggja sitt lóð á vogarskálar um að efla íslenskt menntakerfi og lögðu fram þingsályktunartillögu um að aðferðafræði verkefnisins yrði innleitt í alla grunnskóla. Ég tel óskynsamlegt að leggja í þá vegferð að innleiða aðferðafræði sem unnið er með í þróunar- og rannsóknarskyni í einum grunnskóla og er komin stutt á veg. Kalla þarf eftir mun víðtækara samráði við fræða- og fagsamfélagið um breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og ekki síst þurfa kennarar að koma að borðinu sem sérfræðingar í faginu. Bæjaryfirvöld hafa með afdráttarlausum stuðningi sínum við skólasamfélagið og kennara í Vestmannaeyjum sýnt öflugt fordæmi og Menntavísindasvið er stolt af því að taka þátt í og styðja við verkefnið. Eflum lestrarkennslu á öllum skólastigum Í opinberri umræðu hefur verið dregin fram átakalína milli fræðafólks og kennara sem aðhyllast annars vegar svokallaða hljóðaaðferð við kennslu lesturs og hins vegar þeirra sem aðhyllast fjölbreyttari aðferðir, stundum nefnt Byrjendalæsi. Rannsókn sem unnin var árið 2009 sýndi að langflestir skólar nýta hljóðaaðferð við lestarkennslu en sú aðferð er einnig einn af grunnþáttum lestrarkennslu í Byrjendalæsi. Mikilvægt er að framkvæmd verði ítarlega úttekt á stöðu lestrarkennslu á nýjan leik og að stutt verði við þá doktorsnema og fræðafólk sem sinna læsis- og lestrarrannsóknum. En svo sannarlega er ekki nóg að beina kastljósinu eingöngu að því hvernig börn læra að lesa á fyrstu árum skólagöngu. Ég vil benda á að íslenskt fræðafólk sem komið hefur að greiningu á PISA niðurstöðum hafa sérstaklega bent á mikilvægi þess að efla lestrarkennslu á mið- og unglingastigi grunnskóla. Viðamikil rannsókn á íslenskukennslu sem kom út árið 2018 leiddi einnig berlega í ljós að verulega þarf að bæta í til að virkja áhuga ungmenna á bóklestri og endurnýja námsefnið. Kennarar landsins og fræðafólk er á einu máli um að fjölbreyttir kennsluhættir, sem virkja áhuga barna á lestri og margskonar miðlun, séu lykilatriði til að ná árangri. Efling læsis íslenskra barna og ungmenna er brýnt samfélagslegt verkefni. Við þurfum öll að koma að því hvort sem við erum foreldrar, kennarar, stjórnmálafólk, rannsakendur, tónlistarfólk, ömmur eða afar. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Nokkrar íslenskar rannsóknir Anna-Lind Pétursdóttir og Kristín Svanhildur Ólafsdóttir. (2016). Samvinna um læsi. Áhrif K-PALS á hljóðkerfisvitund, hljóðaþekkingu, hljóðafimi og umskráningarfærni leikskólabarna. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af https://ojs.hi.is/netla/article/view/2430 Guðbjörg Þórisdóttir. (2018). Hvað er hvað og hvað þarf til? Í Skólaþræðir. Sótt af https://skolathraedir.is/2018/04/11/hvad-er-hvad-og-hvad-tharf-til/ Freyja Birgisdóttir. (2016). Orðaforði og lestrarfærni: Tengsl við gengi nemenda í lesskilningshluta PISA. . Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Sérrit um læsi. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2018). Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. http://netla.hi.is/greinar/2018/ryn/15.pdf Aneta Figlarska, Rannveig Oddsdóttir, Samúel Lefever og Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2017). Pólskur og íslenskur orðaforði tvítyngdra leikskólabarna. Málumhverfi heima og í leikskóla. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. http://netla.hi.is/serrit/2017/menntavika_2017/007.pdf Rannveig Oddsdóttir. (2018). Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings. Í Skólaþræðir. Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir. (2013). Þróun textaritunar í fyrstu bekkjum grunnskóla. Frásagnir og upplýsingatextar barna í 2.–4. bekk. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2013 – Rannsóknir og skólastarf. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sigríður Ólafsdóttir og Baldur Sigurðsson. (2017). Hnignandi frammistaða íslenskra nemenda í lesskilningshluta PISA frá 2000 til 2015: Leiðir til að snúa þróuninni við. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2017/ryn/16.pdf Sigríður Ólafsdóttir og Baldur Sigurðsson. (2019). Lesskilningur: Skýringar á lesskilningi íslenskra nemenda í PISA 2018. Í Arnór Guðmundsson og Guðmundur Bjarki Þorgrímsson (ritstj.), Helstu niðurstöður PISA 2018. https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2019_0.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Sem forseti Menntavísindasviðs fagna ég þeirri umræðu sem verið hefur um menntamálin að undanförnu. Það er brýnt að við sem samfélag ræðum um menntun og menntakerfið sem er ein af grunnstoðum samfélagsins. Hafa ber þó í huga að fjölmiðlaumræðan, til dæmis um læsi og lestrarkennslu, á það til að hverfast um það sem betur má fara eða átakalínur liggja. Þá fæst ekki alltaf heildstæð mynd af því sem raunverulega gerist á vettvangi skólastarfs, því þar eru gríðarlega góðir hlutir að gerast. Íslensku menntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í þessari viku og bera þær fjölmörgu tilnefningar sem bárust vott um hve fær og mikill mannauður starfar á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Ég óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenninguna! Erum við að fylgja vísindum? Mikilvægt er að hafa í huga að menntavísindi, eins og öll vísindi, eru ekki ein og altæk. Eðli málsins samkvæmt er tekist á um ýmislegt í menntasamfélaginu, líkt og innan annarra fræðasviða, t.d. um nálganir í lestrarkennslu. Lestrarkennsla á Íslandi hefur mótast á grunni bestu þekkingar hverju sinni og er enn að þróast þar sem námsumhverfi og félagslegur veruleiki barna hefur tekið stökkbreytingum. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær fjölmörgu rannsóknir sem fræðafólk háskóla hér á landi, ekki síst Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, hafa unnið að síðustu árin (sjá nokkrar þeirra hér f. neðan). Þær rannsóknir benda eindregið til þess að hlúa þurfi að málþroska og orðaforða barna, að tvítyngd börn þurfi markvissa íslenskukennslu og að mikilvægt sé að styðja enn betur við þau börn sem eiga í lestrarörðugleikum. Hér gildir sannarlega að betur má, ef duga skal. Efla þarf menntarannsóknir og auka fjármögnun til þeirra. Ekki er hægt að byggja upp íslenskt skólastarf einvörðungu á grunni erlendra rannsókna. Menntarannsóknir eru í eðli sínu samvinnurannsóknir og mótast af félags- og menningarlegu samhengi. Kennarar og annað fagfólk á vettvangi menntunar verða að taka virkan þátt í menntarannsóknum og eiga skýra aðild að opinberri umræðu um skólastarf og kennsluhætti. Á að hætta með lesfimipróf? Öll próf, mat og kannanir á einstaklingsbundnum árangri geta verið tvíeggjuð sverð. Slík verkfæri verða að vera raunhæf og því tek ég undir með þeim sem telja að það ætti að endurskoða þau efri viðmið sem nýtt eru um fjölda orða í lesfimiprófum hér á landi. Tímabært er að endurmeta með hvaða hætti lesfimipróf eru notuð. Rannsóknir sýna að lesfimipróf nýtist vel til að fylgjast með framförum hvers og eins, en forðast ætti að leggja áherslu á samanburð milli barna. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. En sérfræðingar á sviði læsis og lestrarkennslu vita að það að mæla lesfimi er afskaplega mikilvægt tæki til að kennarar viti hvaða börn þarf að styðja sérstaklega og hvaða börn eru í góðum málum. Kveikjum neistann Sannarlega hefur tekist að kveikja neistann í Vestmannaeyjum og hefur forsvarsfólk verkefnisins jafnframt kveikt neista í samfélagslegri umræðu um menntamál. Breið samstaða hefur myndast þar sem foreldrar, fagfólkið í skólanum og sveitarstjórnarfólk taka höndum saman, sem er mikið ánægjuefni. Verkefnið felst í margháttuðum breytingum á skipulagi skólastarfs í 1. og 2. bekk. Svigrúm fyrir hreyfingu og val nemenda hefur aukist, verið er að þróa leiðir til að meta og fylgjast með árangri hvers og eins, og lögð er áhersla á markvissa og einstaklingsbundna eftirfylgd. Árangur eftir fyrsta árið var góður og spennandi verður að fylgjast með þróun þessa langtímaverkefnis sem er til tíu ára. Þingmenn Flokks fólksins vildu leggja sitt lóð á vogarskálar um að efla íslenskt menntakerfi og lögðu fram þingsályktunartillögu um að aðferðafræði verkefnisins yrði innleitt í alla grunnskóla. Ég tel óskynsamlegt að leggja í þá vegferð að innleiða aðferðafræði sem unnið er með í þróunar- og rannsóknarskyni í einum grunnskóla og er komin stutt á veg. Kalla þarf eftir mun víðtækara samráði við fræða- og fagsamfélagið um breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og ekki síst þurfa kennarar að koma að borðinu sem sérfræðingar í faginu. Bæjaryfirvöld hafa með afdráttarlausum stuðningi sínum við skólasamfélagið og kennara í Vestmannaeyjum sýnt öflugt fordæmi og Menntavísindasvið er stolt af því að taka þátt í og styðja við verkefnið. Eflum lestrarkennslu á öllum skólastigum Í opinberri umræðu hefur verið dregin fram átakalína milli fræðafólks og kennara sem aðhyllast annars vegar svokallaða hljóðaaðferð við kennslu lesturs og hins vegar þeirra sem aðhyllast fjölbreyttari aðferðir, stundum nefnt Byrjendalæsi. Rannsókn sem unnin var árið 2009 sýndi að langflestir skólar nýta hljóðaaðferð við lestarkennslu en sú aðferð er einnig einn af grunnþáttum lestrarkennslu í Byrjendalæsi. Mikilvægt er að framkvæmd verði ítarlega úttekt á stöðu lestrarkennslu á nýjan leik og að stutt verði við þá doktorsnema og fræðafólk sem sinna læsis- og lestrarrannsóknum. En svo sannarlega er ekki nóg að beina kastljósinu eingöngu að því hvernig börn læra að lesa á fyrstu árum skólagöngu. Ég vil benda á að íslenskt fræðafólk sem komið hefur að greiningu á PISA niðurstöðum hafa sérstaklega bent á mikilvægi þess að efla lestrarkennslu á mið- og unglingastigi grunnskóla. Viðamikil rannsókn á íslenskukennslu sem kom út árið 2018 leiddi einnig berlega í ljós að verulega þarf að bæta í til að virkja áhuga ungmenna á bóklestri og endurnýja námsefnið. Kennarar landsins og fræðafólk er á einu máli um að fjölbreyttir kennsluhættir, sem virkja áhuga barna á lestri og margskonar miðlun, séu lykilatriði til að ná árangri. Efling læsis íslenskra barna og ungmenna er brýnt samfélagslegt verkefni. Við þurfum öll að koma að því hvort sem við erum foreldrar, kennarar, stjórnmálafólk, rannsakendur, tónlistarfólk, ömmur eða afar. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Nokkrar íslenskar rannsóknir Anna-Lind Pétursdóttir og Kristín Svanhildur Ólafsdóttir. (2016). Samvinna um læsi. Áhrif K-PALS á hljóðkerfisvitund, hljóðaþekkingu, hljóðafimi og umskráningarfærni leikskólabarna. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af https://ojs.hi.is/netla/article/view/2430 Guðbjörg Þórisdóttir. (2018). Hvað er hvað og hvað þarf til? Í Skólaþræðir. Sótt af https://skolathraedir.is/2018/04/11/hvad-er-hvad-og-hvad-tharf-til/ Freyja Birgisdóttir. (2016). Orðaforði og lestrarfærni: Tengsl við gengi nemenda í lesskilningshluta PISA. . Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Sérrit um læsi. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2018). Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. http://netla.hi.is/greinar/2018/ryn/15.pdf Aneta Figlarska, Rannveig Oddsdóttir, Samúel Lefever og Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2017). Pólskur og íslenskur orðaforði tvítyngdra leikskólabarna. Málumhverfi heima og í leikskóla. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. http://netla.hi.is/serrit/2017/menntavika_2017/007.pdf Rannveig Oddsdóttir. (2018). Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings. Í Skólaþræðir. Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir. (2013). Þróun textaritunar í fyrstu bekkjum grunnskóla. Frásagnir og upplýsingatextar barna í 2.–4. bekk. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2013 – Rannsóknir og skólastarf. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sigríður Ólafsdóttir og Baldur Sigurðsson. (2017). Hnignandi frammistaða íslenskra nemenda í lesskilningshluta PISA frá 2000 til 2015: Leiðir til að snúa þróuninni við. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2017/ryn/16.pdf Sigríður Ólafsdóttir og Baldur Sigurðsson. (2019). Lesskilningur: Skýringar á lesskilningi íslenskra nemenda í PISA 2018. Í Arnór Guðmundsson og Guðmundur Bjarki Þorgrímsson (ritstj.), Helstu niðurstöður PISA 2018. https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2019_0.pdf
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar