Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir að Katrín hafi tilkynnt bókmenntahátíðinni að hún muni ekki koma fram. Uppfærð dagskrá verði birt fljótlega.
Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu í gær þess efnis að hann hygðist ekki taka þátt á hátíðinni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Hann sagðist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu og taldi einsýnt að hún hlyti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í gær.
Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar.