Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 12:19 Jóhannes Stefánsson segir niðurstöðu könnunarinnar benda til þess að brýnt sé að breyta leigubílakerfinu. Icelandair Group Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira