El Mundo greinir frá. Þar segir að meintur gerandi hafi verið handtekinn skömmu eftir árásina sem átti sér stað í bænum Torrejón, í grennd við Madríd. Tveir til viðbótar voru í bílnum og öðrum þeirra er enn leitað.
Frumrannsókn bendir til að morðið hafi verið framið undir lok brúðkaupsveislu og eftir að slagsmál brutust út. Í átökunum var bifreið þá ekið á fullri ferð niður götuna og á fólk þar fyrir utan veitingastaðinn. Eins og áður segir er málið enn í rannsókn.