Spurði Anníe Mist hvort hún væri ófrísk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágústmánuði 2020. Skjámynd/Instagram/@ Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur áður skrifað um það að hún sé viðkvæm fyrir því hvernig maginn hennar lítur út, eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Það hjálpar heldur ekki til að vera að fá sífelldar athugasemdir um hvernig maginn hennar lítur út. Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira