Lucas Digne kom Aston Villa þá í 2-0 á elleftu mínútu leiksins og aðeins fjórum mínútum eftir að Leon Bailey hafði komið Villa liðinu í 1-0.
Jacob Ramsey skoraði sjálfsmark í lok fyrri hálfleiksins en bætti fyrir það með því að innsigla 3-1 sigur Villa í upphafi þess síðari.
Eftirminnilegasta mark leiksins var þó aukaspyrnumark franska bakvarðarins.
Menn tók eftir því að þegar Lucas Digne tók þessa frábæru aukaspyrnu sína þá stilltu nokkrir leikmenn Aston Villa sér upp fyrir framan varnarvegg Manchester United liðsins til að trufla útsýni David de Gea í markinu.
Það voru hins vegar fleiri leikmenn Villa sem hjálpuðu Digne í þessu glæsilega marki.
Fróðlegt myndband sýnir einnig þátt markvarðar Aston Villa, Emiliano Martínez.
Martínez stóð vissulega fjörutíu metra í burtu en argentínski markvörðurinn átti samt þátt í markinu. Það var nefnilega hann sem stillti upp þessum vegg Villa manna þannig að þeir trufluðu sem mest útsýni De Gea.
Það má sjá þetta hér fyrir neðan.