Amnesty International og Listaháskólinn í hönnunarsamstarfi Amnesty International 9. nóvember 2022 08:49 Amnesty-sokkarnir í ár eru hönnun Möggu Magnúsdóttur. Sokkarnir verða kynntir með pompi og prakt á morgun milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Laugavegi 16. Óttar Guðnason Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup. Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira
Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup.
Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira