Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi! Eiður Stefánsson skrifar 8. nóvember 2022 15:30 Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Krafan þarf að ná til allra Verkalýðshreyfingin byggir á samtakamætti og í krafti fjöldans höfum við náð fram kjarabótum og réttindum sem í dag teljast sjálfsögð. Þegar illa árar í samfélaginu, eða líkt og nú á heimsvísu, er eðlilegt að gera kröfu á hófsemi, en sú krafa þarf að ná til allra. Þar ættu að sitja jafnt til borðs, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög. Fréttir af hækkun gjaldskrár Akureyrarbæjar um 7-10% verða að teljast allt annað en hófsamar og virka sem eldsneyti á verðbólgubálið. Hækkunin heggur þar sem nú þegar er mikið af tekið, á heimilum fjölskyldufólks. Þar vega einna hæst hækkanir á fasteignagjöldum, en húsnæðiskostnaður heimilana hefur þegar rokið upp úr öllu valdi sökum verðbólgu. Þolmörkum heimilana er ógnað og þau geta ekki meira. Því er óvægið af hálfu fulltrúa í bæjarstjórn að hækka gjaldskrár í stað þess að taka á rekstrarvanda Akureyrarbæjar innanfrá. Eina úrræði bæjarbúa til að mæta slíkum hækkunum er að krefjast hærri launa. Mætumst á miðri leið Við samningaborðið er eðlilegt að gera málamiðlanir, sumt fæst í gegn og annað ekki, en á endanum verður samkomulag og sátt sem allir una við. Verkalýðshreyfingin getur ekki mætt að borðinu með hófsemi ef það sama gengur ekki yfir alla, við verðum að mætast á miðri leið og beita sameiginlegum samtakamætti til að rétta úr kútnum. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Krafan þarf að ná til allra Verkalýðshreyfingin byggir á samtakamætti og í krafti fjöldans höfum við náð fram kjarabótum og réttindum sem í dag teljast sjálfsögð. Þegar illa árar í samfélaginu, eða líkt og nú á heimsvísu, er eðlilegt að gera kröfu á hófsemi, en sú krafa þarf að ná til allra. Þar ættu að sitja jafnt til borðs, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög. Fréttir af hækkun gjaldskrár Akureyrarbæjar um 7-10% verða að teljast allt annað en hófsamar og virka sem eldsneyti á verðbólgubálið. Hækkunin heggur þar sem nú þegar er mikið af tekið, á heimilum fjölskyldufólks. Þar vega einna hæst hækkanir á fasteignagjöldum, en húsnæðiskostnaður heimilana hefur þegar rokið upp úr öllu valdi sökum verðbólgu. Þolmörkum heimilana er ógnað og þau geta ekki meira. Því er óvægið af hálfu fulltrúa í bæjarstjórn að hækka gjaldskrár í stað þess að taka á rekstrarvanda Akureyrarbæjar innanfrá. Eina úrræði bæjarbúa til að mæta slíkum hækkunum er að krefjast hærri launa. Mætumst á miðri leið Við samningaborðið er eðlilegt að gera málamiðlanir, sumt fæst í gegn og annað ekki, en á endanum verður samkomulag og sátt sem allir una við. Verkalýðshreyfingin getur ekki mætt að borðinu með hófsemi ef það sama gengur ekki yfir alla, við verðum að mætast á miðri leið og beita sameiginlegum samtakamætti til að rétta úr kútnum. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun