Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 17:56 Kirkjufell, og Grundarfjörður, í vetrarskrúða. Vísir/Egill Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“ Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15