Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 16:45 Gunnjón segir fótinn hafa tilfinningalegt gildi fyrir sér. Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni. Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón. Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11
Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00