Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 16:45 Gunnjón segir fótinn hafa tilfinningalegt gildi fyrir sér. Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni. Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón. Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11
Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00