Notar mest kollótta hrúta á fengitímanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2022 23:04 Jóhann og Jóna Guðrún eiga svo von á 1900 til 2000 lömbum vorið 2023 en það ræðst þó af því hvað hrútarnir standa sig vel á fengitímanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í fjárhúsum landsins þessa dagana en ástæðan fyrir því er einföld, fengitíminn er að hefjast. Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira