Anníe Mist í sérstakri stöðu á sögulegum fyrsta heimslista CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir verður í sérstakri stöðu þegar fyrsti heimslistinn verður settur saman enda eyddi hún heilu ári í liðakeppninni og því er óvissa um stigin sem hún færi fyrir það. Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin kynntu í gær til leiks nýjan heimslista í CrossFit íþróttinni líkt og við þekkjum svo vel í golfi og tennis. Frá og með næsta tímabili þá mun besta CrossFit fólk heims vita í hvaða sæti það er í heiminum og hvort það er á uppleið eða niðurleið. CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Sjá meira
CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Sjá meira