„Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 19:05 Hér má sjá Conroy árita félaga sinn til margra ára. Twitter/DC Animated Kevin Conroy, rödd Leðurblökumannsins til margra ára, er látinn 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira