Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Bjarni Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 20:01 Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fjarskipti Skagaströnd Skagabyggð Vinstri græn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun