Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2022 22:44 Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi. Arnar Halldórsson Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42