Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 22:50 Craig Pedersen óskar eftir skýringum frá dómurum leiksins. vísir/vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. „Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
„Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira