Læknar Ivry hafi komist að þeirri niðurstöðu að best sé fyrir Darra að fara í aðgerð. Ristin á honum verður negld saman í aðgerðinni á föstudaginn kemur. Þetta staðfesti Darri sjálfur í viðtali við Handbolti.is.
„Þetta hefur allt tekið sinn tíma,“ sagði Darri en það kom bakslag í batann í október.
„Læknar vildu vera vissir hvort ég þyrfti að fara í aðgerð eða ekki þar sem brotið er smá gróið en ekki nóg miðað við tímann sem er liðinn frá því hún brotnaði.“
Ristin verður negld á föstudaginn https://t.co/Rl7yKkSeot
— @handboltiis (@handboltiis) November 13, 2022
Darri segir í viðtalinu við Handbolti.is að eftir aðgerðina verði öll einbeiting sett á að ná fullum bata. Vonast hann til að geta hafið leik með Ivry þegar franska úrvalsdeildin hefst að loknu heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar.