„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 19:16 Brynja María Ólafsdóttir er hjá regluvörslu Landsbankans. aðsend/vísir Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“ Netglæpir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“
Netglæpir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira