Umfjöllun: Úkraína - Ísland 79-72 | HM-vonin orðin afar veik Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 14. nóvember 2022 16:00 Tryggvi Snær Hlinason var stiga- og frákastahæstur á vellinum. vísir/vilhelm Möguleikar Íslands á að komast á HM 2023 veiktust til muna eftir tap fyrir Úkraínu, 79-72, í Ríga í Lettlandi í dag. Íslendingar töpuðu því báðum leikjum sínum í þessari landsleikjahrinu og vonin um að komast á HM í fyrsta sinn er veik. Til að það gerist gæti íslenska liðið þurft að vinna báða leiki sína í síðustu leikjahrinunni í febrúar á næsta ári. Annar leikurinn þar er gegn Evrópumeisturum Spánar og hinn gegn Georgíu sem Ísland tapaði fyrir á föstudaginn, 85-88. Leikurinn í dag var gríðarlega jafn en Úkraínumenn voru sterkari undir lokin og lönduðu sigrinum. Sóknarleikur beggja liða var frekar slakur en Úkraína hitti mun betur fyrir utan þriggja stiga línuna, 28 prósent gegn sextán prósentum Íslands. Tryggvi Snær Hlinason var langbesti leikmaður Íslands og skilaði 24 stigum og þrettán fráköstum. Þá hitti hann úr tíu af ellefu vítaskotum sínum eftir erfiðan dag á vítalínunni gegn Georgíu. Tryggvi var með 33 framlagsstig en næsti leikmaður Íslands (Styrmir Snær Þrastarson) var með fimmtán. Hann skoraði sjö stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Bakverðir íslenska liðsins fundu engan takt og hittu skelfilega. Þeir Elvar Már Friðriksson, Jón Axel Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson skiluðu aðeins 24 stigum samtals og hittu úr níu af fjörutíu skotum sínum. Oleksandr Lypovyy var stigahæstur í úkraínska liðinu með sextán stig. Pavlo Krutous og Viacheslav Kravtsov skoruðu þrettán stig hvor. Ísland var með frumkvæðið í 1. leikhluta og var fjórum stigum yfir að honum loknum, 14-18. Úkraínumenn voru sterkari í fráköstunum en hittu verr en Íslendingar sem voru ekki upp á sitt besta í sókninni. Íslenska liðið náði mest sjö stiga forskoti í 2. leikhluta, 16-23, en síðustu mínútur hans reyndust því erfiðar og Úkraína náði yfirhöndinni. Heimamenn komust í 35-31 en Tryggvi minnkaði muninn í 35-33 með síðustu stigum fyrri hálfleiks. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn slakur í fyrri hálfleik. Ísland skoraði til að mynda aðeins eina þriggja stiga körfu í átta tilraunum. Íslendingar gerðu hins vegar tólf stig af vítalínunni og voru miklu öruggari þar en í leiknum gegn Georgíumönnum. Tryggvi var stigahæstur í íslenska liðinu í hálfleik með tólf stig en byrjunarliðsbakverðirnir Jón Axel, Elvar og Ægir voru aðeins með níu stig samtals og afleita skotnýtingu. Eftir stigalausan fyrri hálfleik Jón Axel byrjaði þann seinni af gríðarlega miklum krafti. Hann skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum Íslands í 3. leikhluta og leiddi liðið áfram. Áfram var jafnræði með liðunum í 3. leikhluta. Kravtsov kom Úkraínu yfir, 51-50, en Elvar sá til þess að Ísland færi með forystuna inn í fjórða og síðasta leikhlutann með því að setja niður þrist, 51-53. Þetta var fyrsta karfa hans frá því í 1. leikhluta. Íslendingar gerðu tuttugu stig í 3. leikhluta og þar af var Jón Axel með ellefu. Í hinum leikhlutunum skoraði hann bara þrjú stig. Í 4. leikhluta virtist þreytan vera farin að segja til sín hjá íslenska liðinu og eftir að Úkraína komst fimm stigum yfir, 60-55, tók Craig Pedersen leikhlé. Eftir það kom mjög góður kafli hjá Íslandi sem skoraði tíu stig gegn fjórum og náði forystunni, 64-65, eftir að Tryggvi setti niður tvö víti. Úkraína kom sér í bílstjórasætið með sex stigum í röð og hélt svo vel á spilunum. Íslenska sóknin var stirð á lokakaflanum og okkar mönnum gekk illa að finna góð færi. Á endanum munaði sjö stigum á liðunum, 79-72. Tryggvi var sem fyrr sagði langatkvæðamestur í íslenska liðinu en vantaði meiri hjálp. Bárðdælingurinn hitti úr sjö af ellefu skotum sínum en hinir leikmenn Íslands hittu bara úr fimmtán af sextíu skotum sínum. Sextán af nítján þriggja stiga skotum Íslendinga fóru forgörðum og það var á endanum banabiti þeirra. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Möguleikar Íslands á að komast á HM 2023 veiktust til muna eftir tap fyrir Úkraínu, 79-72, í Ríga í Lettlandi í dag. Íslendingar töpuðu því báðum leikjum sínum í þessari landsleikjahrinu og vonin um að komast á HM í fyrsta sinn er veik. Til að það gerist gæti íslenska liðið þurft að vinna báða leiki sína í síðustu leikjahrinunni í febrúar á næsta ári. Annar leikurinn þar er gegn Evrópumeisturum Spánar og hinn gegn Georgíu sem Ísland tapaði fyrir á föstudaginn, 85-88. Leikurinn í dag var gríðarlega jafn en Úkraínumenn voru sterkari undir lokin og lönduðu sigrinum. Sóknarleikur beggja liða var frekar slakur en Úkraína hitti mun betur fyrir utan þriggja stiga línuna, 28 prósent gegn sextán prósentum Íslands. Tryggvi Snær Hlinason var langbesti leikmaður Íslands og skilaði 24 stigum og þrettán fráköstum. Þá hitti hann úr tíu af ellefu vítaskotum sínum eftir erfiðan dag á vítalínunni gegn Georgíu. Tryggvi var með 33 framlagsstig en næsti leikmaður Íslands (Styrmir Snær Þrastarson) var með fimmtán. Hann skoraði sjö stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Bakverðir íslenska liðsins fundu engan takt og hittu skelfilega. Þeir Elvar Már Friðriksson, Jón Axel Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson skiluðu aðeins 24 stigum samtals og hittu úr níu af fjörutíu skotum sínum. Oleksandr Lypovyy var stigahæstur í úkraínska liðinu með sextán stig. Pavlo Krutous og Viacheslav Kravtsov skoruðu þrettán stig hvor. Ísland var með frumkvæðið í 1. leikhluta og var fjórum stigum yfir að honum loknum, 14-18. Úkraínumenn voru sterkari í fráköstunum en hittu verr en Íslendingar sem voru ekki upp á sitt besta í sókninni. Íslenska liðið náði mest sjö stiga forskoti í 2. leikhluta, 16-23, en síðustu mínútur hans reyndust því erfiðar og Úkraína náði yfirhöndinni. Heimamenn komust í 35-31 en Tryggvi minnkaði muninn í 35-33 með síðustu stigum fyrri hálfleiks. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn slakur í fyrri hálfleik. Ísland skoraði til að mynda aðeins eina þriggja stiga körfu í átta tilraunum. Íslendingar gerðu hins vegar tólf stig af vítalínunni og voru miklu öruggari þar en í leiknum gegn Georgíumönnum. Tryggvi var stigahæstur í íslenska liðinu í hálfleik með tólf stig en byrjunarliðsbakverðirnir Jón Axel, Elvar og Ægir voru aðeins með níu stig samtals og afleita skotnýtingu. Eftir stigalausan fyrri hálfleik Jón Axel byrjaði þann seinni af gríðarlega miklum krafti. Hann skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum Íslands í 3. leikhluta og leiddi liðið áfram. Áfram var jafnræði með liðunum í 3. leikhluta. Kravtsov kom Úkraínu yfir, 51-50, en Elvar sá til þess að Ísland færi með forystuna inn í fjórða og síðasta leikhlutann með því að setja niður þrist, 51-53. Þetta var fyrsta karfa hans frá því í 1. leikhluta. Íslendingar gerðu tuttugu stig í 3. leikhluta og þar af var Jón Axel með ellefu. Í hinum leikhlutunum skoraði hann bara þrjú stig. Í 4. leikhluta virtist þreytan vera farin að segja til sín hjá íslenska liðinu og eftir að Úkraína komst fimm stigum yfir, 60-55, tók Craig Pedersen leikhlé. Eftir það kom mjög góður kafli hjá Íslandi sem skoraði tíu stig gegn fjórum og náði forystunni, 64-65, eftir að Tryggvi setti niður tvö víti. Úkraína kom sér í bílstjórasætið með sex stigum í röð og hélt svo vel á spilunum. Íslenska sóknin var stirð á lokakaflanum og okkar mönnum gekk illa að finna góð færi. Á endanum munaði sjö stigum á liðunum, 79-72. Tryggvi var sem fyrr sagði langatkvæðamestur í íslenska liðinu en vantaði meiri hjálp. Bárðdælingurinn hitti úr sjö af ellefu skotum sínum en hinir leikmenn Íslands hittu bara úr fimmtán af sextíu skotum sínum. Sextán af nítján þriggja stiga skotum Íslendinga fóru forgörðum og það var á endanum banabiti þeirra.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum