Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Jakob Bjarnar og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 12:15 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er ómyrkur í máli um skýrslu Ríkisendurskoðanda. Hann segir ljóst að setja verði á fót rannsóknarnefnd alþingis til að fara nánar í saumana á því sem út af stendur: Hver ber ábyrgðina? Vísir/Vilhelm Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars: Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, segir skýrsluna áfellisdóm yfir því hvernig stjórnvöld höguðu þessari mikilvægu sölu. „Það sem kannski er verst við þetta er að niðurstaðan óhjákvæmilega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frekari eignarhluti í Íslandsbanka í náinni framtíð. Vegna þess að það er allt traust farið.“ Sigmar segir að meðal þess sem bent er á í skýrslunni sé að mögulega hafi verðið verið of lágt og það hafi miðast um of við væntingar og óskir erlendra fjárfesta. „Það er verið að velta því upp að ekki hafi verið tekið tillit til orðsporsáhættu. Og upplýsingagjöf og kynning hafi verið í ólagi, ekki gerðar nægar kröfur og ýmis viðmið voru óskýr. En það er líka margt sem ekki er í skýrslunni sem er áhugavert. Og ríkisendurskoðandi bendir á það að ekki er verið að skoða ábyrgð stjórnvalda, ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lýtur að ráðherranefndinni í aðdragandanum, því sem lýtur að niðurlagningu bankasýslunnar í ofboði eftir að allt fór í háaloft þegar listi yfir kaupendur lá fyrir.“ Stofna verði rannsóknarnefnd Alþingis Sigmar telur einboðið að rannsaka þurfi þetta allt miklu betur og með víðtækari hætti eins og ríkisendurskoðandi er að tala um að hann hafi ekki verið að gera eða haft tækin til. „Það þarf að stofna og setja á laggirnar rannsóknarnefnd alþingis.“ Sigmar segir það svo, spurður um stöðu fjármálaráðherra, að ef þessi einkavæðing hefði gengið vel hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar; fjármálaráðherra, forsætisráðherra og ráðherranefndin baðað sig í velgengni þeirrar einkavæðingar. „En nú þegar fyrir liggur að ótrúlega óhönduglega tókst til hefur maður lúmskan grun um að menn muni reyna að forðast ábyrgðina. Þegar svona stórt verkefni fer svona illa verður pólitíska ábyrgðin að vera skýr og hún liggur auðvitað hjá fjármálaráðherra og ríkisstjórninni.“ Ráherrar verði að kannast við ábyrgð sína Sigmar kallar eftir því að ráðherrar kannist við þá ábyrgð. Og hann segir að forvitnilegt verði að sjá viðbrögðin í umræðu á Alþingi sem efna á til á morgun. Hann segir samhengið liggja fyrir. „Þarna er verið að selja 50 milljarða af eigum almennings og fyrir liggur algjör falleinkunn á því verkefni. Og það liggur alveg fyrir að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera, verða að kannast við þá ábyrgð sína.“ Vísir leitaði viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur fyrr í morgun, vegna þessa sama máls og þau voru á sömu leið og Sigmars:
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44
Klúður! Staðfest Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. 14. nóvember 2022 11:49