Styrkja en tryggja ekki fólk með sykursýki: „Gerið betur, í alvöru talað“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 12:57 Þórhildur Þorkelsdóttir er ein þeirra sem gagnrýndi færslu Varðar í gær. Færsla sem tryggingarfélagið Vörður birti á samfélagsmiðlum í gær fór öfugt ofan í marga sem þjást af sykursýki. Alþjóðlegur dagur sykursýki var í gær og Vörður minnti af því tilefni á Dropann, styrktarfélag barna sem greinst hafa með sykursýki. „Við látum okkur þetta málefni varða og styrkjum Dropann með stolti“, segir í færslu Varðar. Félagið tryggir hins vegar hvorki börn né fullorðna með sykursýki. Þórhildur Þorkelsdóttir, kynningarstjóri BHM og hlaðvarpsstjórnandi, er ein af þeim sem tjáði sig um færsluna á samfélagsmiðlum. Sjálf hefur Þórhildur verið með sykursýki 1 í átján ár. „Það er gott og blessað að þau styrki Dropann en þarna fer hljóð og mynd ekki saman, ef þetta væri eitthvað sem tryggingarfélagið myndi raunverulega láta sig varða myndi það endurskoða þessa afstöðu sína og úrelta skilmála fyrir líf-og sjúkdómatryggingu fyrir fólk með sykursýki 1. Glatað að slá um sig með þessum hætti og það á alþjóðadegi sykursýki. Gerið betur, í alvöru talað,“ segir Þórhildur á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi. Þórhildur Þorkelsdóttir hefur glímt við sykursýki í átján árAðsend Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur að hún hafi reglulega hringt í tryggingarfélög landsins til að kanna þessi mál. Hún segist alltaf lenda á vegg og enginn vilji virðist vera hjá tryggingarfélögum til að endurskoða þessa afstöðu. Úreltir skilmálar Þórhildur segir færsluna hjá Verði hafa slegið sig mjög undarlega. „Þetta er ákveðinn hvítþvottur. Að tala með þessum hætti um sjúkdóm sem þau tryggja ekki einu sinni hljóta allir að sjá að er fáránlegt,“ segir hún. Þórhildur segir skilmálana úrelta og setur spurningamerki við að sjúkdómarnir sykursýki 1 og 2 séu sett undir sama hatt, þar sem í raun sé um sitthvorn sjúkdóminn að ræða. „Einstaklingar með sykursýki eru oft mun heilsuhraustari en aðrir og á sama tíma og meðferð í tækni hefur fleygt fram er enginn vilji hjá tryggingarfélögum til að endurskoða afstöðu sína,“ segir hún. „Dapurt“ að mati framkvæmdastjóra Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar, segist ekki hafa vitað af færslunni fyrr en fréttastofa hafði samband vegna málsins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta, kem ekki nálægt markaðsmálum. Það sem gerðist er að jú, við erum að styrkja þessi samtök og markaðsdeildin póstar því eins og fyrirtæki gera oft. Svo koma einhver komment,“ segir Sigurður. Sigurður segist að honum finnist dapurt málið sé sett í slíkt samhengi. „Mér skilst að við séum búin að styrkja Dropann í mörg ár. Ég veit reyndar ekkert um umfangið. En þetta er dapurt og hlýtur að leiða til þess að fólk hugsi hvort þetta sé góð og gild starfsemi, og hvort við eigum að halda áfram að styrkja þetta.“ Ekkert samhengi þarna á milli Sigurður segir ekkert samhengi vera á milli þess hvaða styrki Vörður veiti eða hverja félagið tryggi. „Það gilda reglur, okkar eigin reglur náttúrulega, um tryggingartöku. Sykursýki 1 er metin sem ólæknanlegur sjúkdómur með fjölþættar afleiðingar fyrir þá sem þjást af honum. Gögn sem við erum með segja að ekki sé hægt að líf- og sjúkdómatryggja fólk með sykursýki 1. Við vildum gjarnan hafa það öðruvísi.“ Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Sigurður segist þó skilja gagnrýnina að vissu leyti. „Ég skil vel að fólki finnist það slæmt, og finnist það miður, að geta ekki keypt sér tryggingar séu þau haldin ákveðnum sjúkdómum. Mér finnst líka dapurt að fólk geti ekki gert það. En staðreyndin er því miður sú að sumir sjúkdómar eru ekki tryggingartækir. Mér finnst dapurt að tengja þetta saman, við erum bara að reyna láta gott af okkur leiða til þessara samtaka,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Tímasetningin umhugsunarverð Fríða Bragadóttir, formaður Diabetes Ísland, segist ekki vilja gera lítið úr því að Vörður styrki Dropann, það sé þakkarvert. Hún segist þó vita til þess að tímasetningin hafi farið öfugt ofan í marga. „Vissulega er umhugsunarvert að þeir velji þennan dag til að í raun slá um sig með þessum hætti, á sama tíma og þeir vilja ekki þjónusta þetta fólk. Það er mjög sérstakt,“ segir Fríða. Færsla sem Vörður birti í gær fór öfugt ofan í marga. Hún segir félagið árum saman hafa reynt að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag hjá tryggingarfélögunum. „Það er búið að breyta þessu á Norðurlöndum. Þar getur fólk með sykursýki keypt tryggingu en það er ekkert félag á Íslandi sem býður upp sjúkdómatryggingu. Reyndar er hægt að fá líftryggingu hjá einhverjum félögum en það kostar margfalt meira fyrir fólk með sykursýki en aðra. Og það er ekki hægt að fá greidda út tryggingu ef hægt er að tengja andlát við sjúkdóminn á einhvern minnsta mögulega hátt.“ „Ofboðslega taktlaus póstur“ Þónokkrir hafa ritað athugasemdir við færslu Varðar og segja má að þær séu ekki sérstaklega jákvæðar. „Þegar farið er inn á heimasíðuna ykkar mætir manni línan „Tryggjum allt sem skiptir máli.“ Nema bara ekki börn eða fullorðna með sykursýki, ofboðslega taktlaus póstur frá ykkur,“ segir í einni athugasemdinni. Tryggingar Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þórhildur Þorkelsdóttir, kynningarstjóri BHM og hlaðvarpsstjórnandi, er ein af þeim sem tjáði sig um færsluna á samfélagsmiðlum. Sjálf hefur Þórhildur verið með sykursýki 1 í átján ár. „Það er gott og blessað að þau styrki Dropann en þarna fer hljóð og mynd ekki saman, ef þetta væri eitthvað sem tryggingarfélagið myndi raunverulega láta sig varða myndi það endurskoða þessa afstöðu sína og úrelta skilmála fyrir líf-og sjúkdómatryggingu fyrir fólk með sykursýki 1. Glatað að slá um sig með þessum hætti og það á alþjóðadegi sykursýki. Gerið betur, í alvöru talað,“ segir Þórhildur á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi. Þórhildur Þorkelsdóttir hefur glímt við sykursýki í átján árAðsend Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur að hún hafi reglulega hringt í tryggingarfélög landsins til að kanna þessi mál. Hún segist alltaf lenda á vegg og enginn vilji virðist vera hjá tryggingarfélögum til að endurskoða þessa afstöðu. Úreltir skilmálar Þórhildur segir færsluna hjá Verði hafa slegið sig mjög undarlega. „Þetta er ákveðinn hvítþvottur. Að tala með þessum hætti um sjúkdóm sem þau tryggja ekki einu sinni hljóta allir að sjá að er fáránlegt,“ segir hún. Þórhildur segir skilmálana úrelta og setur spurningamerki við að sjúkdómarnir sykursýki 1 og 2 séu sett undir sama hatt, þar sem í raun sé um sitthvorn sjúkdóminn að ræða. „Einstaklingar með sykursýki eru oft mun heilsuhraustari en aðrir og á sama tíma og meðferð í tækni hefur fleygt fram er enginn vilji hjá tryggingarfélögum til að endurskoða afstöðu sína,“ segir hún. „Dapurt“ að mati framkvæmdastjóra Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar, segist ekki hafa vitað af færslunni fyrr en fréttastofa hafði samband vegna málsins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta, kem ekki nálægt markaðsmálum. Það sem gerðist er að jú, við erum að styrkja þessi samtök og markaðsdeildin póstar því eins og fyrirtæki gera oft. Svo koma einhver komment,“ segir Sigurður. Sigurður segist að honum finnist dapurt málið sé sett í slíkt samhengi. „Mér skilst að við séum búin að styrkja Dropann í mörg ár. Ég veit reyndar ekkert um umfangið. En þetta er dapurt og hlýtur að leiða til þess að fólk hugsi hvort þetta sé góð og gild starfsemi, og hvort við eigum að halda áfram að styrkja þetta.“ Ekkert samhengi þarna á milli Sigurður segir ekkert samhengi vera á milli þess hvaða styrki Vörður veiti eða hverja félagið tryggi. „Það gilda reglur, okkar eigin reglur náttúrulega, um tryggingartöku. Sykursýki 1 er metin sem ólæknanlegur sjúkdómur með fjölþættar afleiðingar fyrir þá sem þjást af honum. Gögn sem við erum með segja að ekki sé hægt að líf- og sjúkdómatryggja fólk með sykursýki 1. Við vildum gjarnan hafa það öðruvísi.“ Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Sigurður segist þó skilja gagnrýnina að vissu leyti. „Ég skil vel að fólki finnist það slæmt, og finnist það miður, að geta ekki keypt sér tryggingar séu þau haldin ákveðnum sjúkdómum. Mér finnst líka dapurt að fólk geti ekki gert það. En staðreyndin er því miður sú að sumir sjúkdómar eru ekki tryggingartækir. Mér finnst dapurt að tengja þetta saman, við erum bara að reyna láta gott af okkur leiða til þessara samtaka,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Tímasetningin umhugsunarverð Fríða Bragadóttir, formaður Diabetes Ísland, segist ekki vilja gera lítið úr því að Vörður styrki Dropann, það sé þakkarvert. Hún segist þó vita til þess að tímasetningin hafi farið öfugt ofan í marga. „Vissulega er umhugsunarvert að þeir velji þennan dag til að í raun slá um sig með þessum hætti, á sama tíma og þeir vilja ekki þjónusta þetta fólk. Það er mjög sérstakt,“ segir Fríða. Færsla sem Vörður birti í gær fór öfugt ofan í marga. Hún segir félagið árum saman hafa reynt að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag hjá tryggingarfélögunum. „Það er búið að breyta þessu á Norðurlöndum. Þar getur fólk með sykursýki keypt tryggingu en það er ekkert félag á Íslandi sem býður upp sjúkdómatryggingu. Reyndar er hægt að fá líftryggingu hjá einhverjum félögum en það kostar margfalt meira fyrir fólk með sykursýki en aðra. Og það er ekki hægt að fá greidda út tryggingu ef hægt er að tengja andlát við sjúkdóminn á einhvern minnsta mögulega hátt.“ „Ofboðslega taktlaus póstur“ Þónokkrir hafa ritað athugasemdir við færslu Varðar og segja má að þær séu ekki sérstaklega jákvæðar. „Þegar farið er inn á heimasíðuna ykkar mætir manni línan „Tryggjum allt sem skiptir máli.“ Nema bara ekki börn eða fullorðna með sykursýki, ofboðslega taktlaus póstur frá ykkur,“ segir í einni athugasemdinni.
Tryggingar Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira