„Ég vissi bara að það væri engin leið út úr því að elska hann“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:00 Þau Snærós og Freyr voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Hjónin Snærós Sindradóttir og Freyr Rögnvaldsson hittust fyrst í rútu fyrir fjórtán árum síðan. Þau heilluðust samstundis hvort af öðru en ætluðu sér þó aldrei að byrja saman. Þremur árum síðar lágu leiðir þeirra svo saman á ný og var þá ekki aftur snúið. Snærós og Freyr hafa bæði getið sér gott orð í fjölmiðlabransanum. Snærós vaknar með þjóðinni eldsnemma alla virka morgna en hún er einn af þáttastjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2. Þar að auki hefur hún gegnt hinum ýmsu störfum innan RÚV, meðal annars sem verkefnastýra UngRÚV. Freyr hefur verið viðloðinn blaðamennsku í sextán ár. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað sem blaðamaður á Stundinni. Þau Snærós og Freyr voru gestir í 81. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær hann til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu“ Snærós og Freyr hittust fyrst í rútu á leið norður fyrir fjórtán árum síðan. Freyr leit Snærós fyrst augum í gegnum gluggann á rútunni og varð alveg dolfallinn. „Ég hugsaði: „Þetta er fallegasta kona sem ég hef á ævi minni séð!“ Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu, aldrei!“ Snærós settist aftast í rútuna þar sem var mikið fjör alla leiðina. Þetta var stór hópur sem var að ferðast saman. Fólk hafði áfengi um hönd og var mikið sungið. Hún tók þó ekki eftir Frey fyrr en allt í einu þegar hann kom gangandi eftir rútunni. „Ég man mjög vel eftir þessu, það þyrmdi yfir mig. Þetta var svona tilfinning þar sem ég hugsaði: „Þennan mann verð ég að fá“. Ég varð að eiga hann,“ en Snærós segist aldrei hafa upplifað slíka tilfinningu áður. Á þessum tímapunkti voru þau hins vegar bæði í öðrum samböndum og segja þau stöðuna því hafa verið ansi flókna. Snærós og Freyr hittust fyrst fyrir fjórtán árum síðan. Þau hafa verið saman í ellefu ár og gift í sex ár. Eiga þau saman tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir.Aðsend „Heldur þú að þetta gæti verið eitthvað?“ „Við byrjum ekkert saman fyrr en næstum því þremur árum eftir þetta, þá svona náum við saman. Það var ótrúlega fallegt augnablik.“ Það var árið 2011 og voru þau bæði stödd á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi. Þau áttu dásamlega helgi saman á Neskaupstað en segja það þó ekki hafa staðið til að byrja saman. Eftir þessa helgi fékk Snærós hins vegar örlagaríkt símtal frá Frey þar sem hann segir: „Hæ, ég svíf á bleiku skýi. Heldur þú kannski að þetta gæti verið eitthvað? Þá meina ég bara að eilífu.“ Snærós svaraði um hæl: „Ertu virkilega að fatta það núna?“ og hafa þau verið saman allar götur síðan. „Ég var aldrei búin að fantasera um eitthvað samband, en ég vissi samt bara að það væri engin leið út úr því að elska hann.“ Þau hafa nú verið saman í ellefu ár og giftu þau sig fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snærós og Frey í heild sinni. Í þættinum ræða þau meðal annars um rómantíkina, þriðju vaktina, dvöl þeirra í New York, ásamt því að rifja upp afar pínlegt ævintýri þeirra á Ítalíu. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16 Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Snærós og Freyr hafa bæði getið sér gott orð í fjölmiðlabransanum. Snærós vaknar með þjóðinni eldsnemma alla virka morgna en hún er einn af þáttastjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2. Þar að auki hefur hún gegnt hinum ýmsu störfum innan RÚV, meðal annars sem verkefnastýra UngRÚV. Freyr hefur verið viðloðinn blaðamennsku í sextán ár. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað sem blaðamaður á Stundinni. Þau Snærós og Freyr voru gestir í 81. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær hann til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu“ Snærós og Freyr hittust fyrst í rútu á leið norður fyrir fjórtán árum síðan. Freyr leit Snærós fyrst augum í gegnum gluggann á rútunni og varð alveg dolfallinn. „Ég hugsaði: „Þetta er fallegasta kona sem ég hef á ævi minni séð!“ Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu, aldrei!“ Snærós settist aftast í rútuna þar sem var mikið fjör alla leiðina. Þetta var stór hópur sem var að ferðast saman. Fólk hafði áfengi um hönd og var mikið sungið. Hún tók þó ekki eftir Frey fyrr en allt í einu þegar hann kom gangandi eftir rútunni. „Ég man mjög vel eftir þessu, það þyrmdi yfir mig. Þetta var svona tilfinning þar sem ég hugsaði: „Þennan mann verð ég að fá“. Ég varð að eiga hann,“ en Snærós segist aldrei hafa upplifað slíka tilfinningu áður. Á þessum tímapunkti voru þau hins vegar bæði í öðrum samböndum og segja þau stöðuna því hafa verið ansi flókna. Snærós og Freyr hittust fyrst fyrir fjórtán árum síðan. Þau hafa verið saman í ellefu ár og gift í sex ár. Eiga þau saman tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir.Aðsend „Heldur þú að þetta gæti verið eitthvað?“ „Við byrjum ekkert saman fyrr en næstum því þremur árum eftir þetta, þá svona náum við saman. Það var ótrúlega fallegt augnablik.“ Það var árið 2011 og voru þau bæði stödd á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi. Þau áttu dásamlega helgi saman á Neskaupstað en segja það þó ekki hafa staðið til að byrja saman. Eftir þessa helgi fékk Snærós hins vegar örlagaríkt símtal frá Frey þar sem hann segir: „Hæ, ég svíf á bleiku skýi. Heldur þú kannski að þetta gæti verið eitthvað? Þá meina ég bara að eilífu.“ Snærós svaraði um hæl: „Ertu virkilega að fatta það núna?“ og hafa þau verið saman allar götur síðan. „Ég var aldrei búin að fantasera um eitthvað samband, en ég vissi samt bara að það væri engin leið út úr því að elska hann.“ Þau hafa nú verið saman í ellefu ár og giftu þau sig fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snærós og Frey í heild sinni. Í þættinum ræða þau meðal annars um rómantíkina, þriðju vaktina, dvöl þeirra í New York, ásamt því að rifja upp afar pínlegt ævintýri þeirra á Ítalíu.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16 Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16
Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12
„Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30