Réttur netsvikabrotaþola enn óljós Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 17:58 Þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn eru viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. MYND/Getty Images Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan. Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan.
Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16
Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent