Stelpurnar mættu mun betur og fengu gullskóinn, gullhanskann og gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Jasmín Erla Ingadóttir með verðlaun sín. Instagram/@bestadeildin Íslenskur Toppfótbolti gerði upp fyrstu Bestu deildina með nýjum verðlaunum og þau voru afhent á dögunum. Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin)
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira