Stelpurnar mættu mun betur og fengu gullskóinn, gullhanskann og gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Jasmín Erla Ingadóttir með verðlaun sín. Instagram/@bestadeildin Íslenskur Toppfótbolti gerði upp fyrstu Bestu deildina með nýjum verðlaunum og þau voru afhent á dögunum. Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin)
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira