Spjallmennið og póstmeistarinn Freyja Auðunsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Pósturinn Stafræn þróun Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun