„Manni líður eins og maður sé bara heima“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:47 Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á Lauga-Ási Vísir/Egill „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. „Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“ Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25