Generalprufa Messi og Ronaldo fyrir HM: Annar skoraði en hinn með magakveisu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:31 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa báðir spilað á HM 2006 í Þýskalandi, HM 2010 í Suður-Afríku, HM 2014 í Brasilíu, HM 2018 í Rússlandi og nú á HM 2022 í Katar. Getty/Lars Baron Landslið Argentína og Portúgals hafa innan borðs goðsagnakennda leikmenn á tímamótum og mæta á heimsmeistaramótið í Katar til að reyna að færa hetjum sínum langþráðan heimsmeistaratitil. Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo. HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo.
HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð