Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Hannes Þór Halldórsson lék með Val frá 2019 til 2021. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Keflavík - Valur | Slegist um seinna sætið í úrslitaleik Körfubolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Keflavík - Valur | Slegist um seinna sætið í úrslitaleik Körfubolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira