Oddur skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins á meðan Daníel Þór skoraði eitt og gaf fjórar stoðsendingar. Íslendingarnir voru því stór ástæða þess að Balingen nældi í sigur og stigin tvö.
Eftir sigur kvöldsins er Íslendingalið Balingen með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar. Liðið er með 23 stig eftir 12 leiki og hefur aðeins tapað einu stigi á leiktíðinni.