Körfubolti

Tryggvi og félagar unnu sigur í fallbaráttuslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. vísir/getty

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza heimsóttu Real Betis í fallbaráttuslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Bæði lið höfðu aðeins unnið einn leik þegar kom að leiknum í kvöld en sigur Zaragoza kom óvænt gegn Real Madrid í síðustu umferð.

Jafnræði var með liðunum lengst af en í fjórða og síðasta leikhluta leiksins stigu Tryggvi og félagar heldur betur á bensíngjöfina því Zaragoza vann leikhlutann 5-23 og tryggðu sér þar með sextán stiga sigur, 67-83.

Tryggvi Snær skoraði þrjú stig auk þess að rífa niður sex fráköst og gefa eina stoðsendingu á þeim tæplega ellefu mínútum sem hann spilaði í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×