Farið verður yfir nýjustu vendingar í tengslum við hnífsstunguárásina á Bankastræti Club á fimmtudagskvöld.
Eins verða niðurstöður Loftslagsráðstefnunnar COP 27 í Egyptalandi reifaðar. Einn af íslensku fulltrúunum á ráðstefnunni segir þetta stórt skref en er gríðarlega vonsvikin að sum ríki vilji ekki ganga lengra í áætlunum að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti.
Framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk hefjast innan skamms á Suðurlandi en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi og mun hýsa sex manns með sólarhringsþjónustu.
Þá verður Svanhildarstofa opnuð í dag við hátíðlega athöfn á Hælinu, setri um sögu berklanna í Eyjafjarðarsveit. Stofan er opnuð til minningar um Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar, móður fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar - sem segist djúpt snortinn.
Og franska þingið greiðir atkvæði í næstu viku um hvort banna skuli nautaat í Frakklandi, en það er stundað í suðurhéruðum landsins. Svo virðist sem einungis þingmenn á umhverfis- og dýraverndunarsinna styðji bannið þrátt fyrir að nær 80% þjóðarinnar séu fylgjandi því að nautaat verði bannað.
Þetta og meira til í hádegisfréttum.