Stundum einmanalegt að vera einhleyp en fínt að geta prumpað uppi í rúmi í friði Elísabet Hanna skrifar 21. nóvember 2022 15:00 Sigga Beinteins fer yfir kosti þess og galla að vera makalaus í Veislunni hjá Gústa B. Vísir/Vilhelm „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt,“ segir söngkonan Sigga Beinteins um lífið sem einhleyp kona. Sigga ræddi kosti og galla þess að vera makalaus í útvarpsþættinum Veislunni með Gústa B. Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni: FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni:
FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00
„Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16
Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30