Ferðaþjónustan kom vel undan vetri Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 18:31 Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid-19. Við Austurvöll, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber. Stuðningur stjórnvalda í heimsfaraldri Íslendingar og heimurinn allur stóð frammi fyrir algerlega fordæmalausri stöðu vorið 2020, áhrifin skullu á alla heimsbyggðina af miklum þunga á örskömmum tíma. Íslendingar stóðu frammi fyrir harkalegri niðursveiflu í efnahagslífinu eins og heimurinn allur og fljótt var ljóst að ráðast yrði í aðgerðir án hliðstæðu af hendi stjórnvalda. Með mörgum ákveðnum skrefum voru settir saman aðgerðarpakkar til að verja fólk og fyrirtæki. Augljóst var að það þyrfti að verja ferðaþjónustufyrirtæki svo niðursveiflan feldi þau ekki sem strá í sviptivindum. Ráðist var í aðgerðir er fólu í sér m.a. frestun greiddra gjalda og með auknum útgjöldum ríkissjóðs, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð. Seðlabankinn fór í lækkun stýrivaxta og bindiskyldu. Lagðar voru fram aðgerðir sem var ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tekjumissi einstaklinga með hlutaatvinnuleysisbótum, aðgengi að séreignarsparnaði, frestun skattgreiðslna fyrirtækja og fyrirgreiðslu vegna rekstrarlána til þeirra. Allar þessar aðgerðir voru hluti af fjölmörgum úrræðum er stjórnvöld settu fram. Ferðagjöfin var og nýtt af landanum í glugganum er opnaðist sumarið 2020 og aftur sumarið 2021. Gistináttaskattur var felldur niður tímabundið á tímabilinu og gjalddagar skatts frestað. Ferðaþjónustan heldur velli Í dag er ferðaþjónustan á fleygi ferð, kortavelta ferðamanna staðfestir það. Í umræðunni hefur komið fram að hún sé næst því sem var fyrir faraldurinn. Það er mikilsvert að ferðaþjónustan verði aftur grunnstoð í atvinnulífinu og þannig áhrifaþáttur í efnahagsbata út úr Covid. Við erum öll minnug þess hvað gosið í Eyjafjallajökli hafði gríðarlega mikil áhrif á aukin ferðamannastraum til Íslands sem skilaði sér í auknum gjaldeyrisforða og kom okkur hraðar út úr fjármálahruninu. Ferðaþjónustuaðilar eru á því að sjaldan eða aldrei hafi gengið eins vel og liðið sumar. Það er mikill kraftur er býr í íslenskum ferðaþjónustuaðilum, þeir nú sem fyrr eru mjög einbeittir í taka vel á móti okkar ferðamönnum og er möguleikar hvers staðar nýttir til að skapa upplifun og ógleymanlegar minningar. Árangur aðgerða þegar ljós Í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um mat á árangri aðgerða heimsfaraldursins kemur fram að stjórnvöld veittu sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan lék stórt hlutverk í atvinnusköpun beinan fjárstuðning. Tekjufallsstyrkjum sem var ætlað að styðja rekstraraðila sem höfðu orðið fyrir tímabundnu tekjufalli nýttist mjög vel rekstraraðilum í ferðaþjónustu eða 66% hlutdeild af heildarfjárhæð úrræðisins. Eins var með lokunarstyrki en um 87% fjárhæðarinnar fór til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ríflega helmingur stuðningslána fór til rekstraraðilar í ferðaþjónustu. Einstaklingar starfandi í ferðaþjónustu fengu um 47% af greiddum hlutabótum, flestir þeirra störfuðu í veitingasölu og þjónustu og rekstri gististaða. Heildarniðurstaða af árangri aðgerðapakka stjórnvalda verður þó ekki ljós fyrr en af einhverjum árum liðnum. Ísland sem ferðamannaland verður til með orðspori um stórbrotna og fallega náttúru og land sem er aðgengilegt og öruggt. Við búum að því að vera gestrisin og það skipti máli að styðja þétt við bakið á atvinnugreininni í heimsfaraldi sem varð til þess að við gátum boðið fólki heim og boðið upp á góðar minningar sem það tekur með sér heim aftur. Íslendingar hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid-19. Við Austurvöll, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber. Stuðningur stjórnvalda í heimsfaraldri Íslendingar og heimurinn allur stóð frammi fyrir algerlega fordæmalausri stöðu vorið 2020, áhrifin skullu á alla heimsbyggðina af miklum þunga á örskömmum tíma. Íslendingar stóðu frammi fyrir harkalegri niðursveiflu í efnahagslífinu eins og heimurinn allur og fljótt var ljóst að ráðast yrði í aðgerðir án hliðstæðu af hendi stjórnvalda. Með mörgum ákveðnum skrefum voru settir saman aðgerðarpakkar til að verja fólk og fyrirtæki. Augljóst var að það þyrfti að verja ferðaþjónustufyrirtæki svo niðursveiflan feldi þau ekki sem strá í sviptivindum. Ráðist var í aðgerðir er fólu í sér m.a. frestun greiddra gjalda og með auknum útgjöldum ríkissjóðs, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð. Seðlabankinn fór í lækkun stýrivaxta og bindiskyldu. Lagðar voru fram aðgerðir sem var ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tekjumissi einstaklinga með hlutaatvinnuleysisbótum, aðgengi að séreignarsparnaði, frestun skattgreiðslna fyrirtækja og fyrirgreiðslu vegna rekstrarlána til þeirra. Allar þessar aðgerðir voru hluti af fjölmörgum úrræðum er stjórnvöld settu fram. Ferðagjöfin var og nýtt af landanum í glugganum er opnaðist sumarið 2020 og aftur sumarið 2021. Gistináttaskattur var felldur niður tímabundið á tímabilinu og gjalddagar skatts frestað. Ferðaþjónustan heldur velli Í dag er ferðaþjónustan á fleygi ferð, kortavelta ferðamanna staðfestir það. Í umræðunni hefur komið fram að hún sé næst því sem var fyrir faraldurinn. Það er mikilsvert að ferðaþjónustan verði aftur grunnstoð í atvinnulífinu og þannig áhrifaþáttur í efnahagsbata út úr Covid. Við erum öll minnug þess hvað gosið í Eyjafjallajökli hafði gríðarlega mikil áhrif á aukin ferðamannastraum til Íslands sem skilaði sér í auknum gjaldeyrisforða og kom okkur hraðar út úr fjármálahruninu. Ferðaþjónustuaðilar eru á því að sjaldan eða aldrei hafi gengið eins vel og liðið sumar. Það er mikill kraftur er býr í íslenskum ferðaþjónustuaðilum, þeir nú sem fyrr eru mjög einbeittir í taka vel á móti okkar ferðamönnum og er möguleikar hvers staðar nýttir til að skapa upplifun og ógleymanlegar minningar. Árangur aðgerða þegar ljós Í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um mat á árangri aðgerða heimsfaraldursins kemur fram að stjórnvöld veittu sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan lék stórt hlutverk í atvinnusköpun beinan fjárstuðning. Tekjufallsstyrkjum sem var ætlað að styðja rekstraraðila sem höfðu orðið fyrir tímabundnu tekjufalli nýttist mjög vel rekstraraðilum í ferðaþjónustu eða 66% hlutdeild af heildarfjárhæð úrræðisins. Eins var með lokunarstyrki en um 87% fjárhæðarinnar fór til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ríflega helmingur stuðningslána fór til rekstraraðilar í ferðaþjónustu. Einstaklingar starfandi í ferðaþjónustu fengu um 47% af greiddum hlutabótum, flestir þeirra störfuðu í veitingasölu og þjónustu og rekstri gististaða. Heildarniðurstaða af árangri aðgerðapakka stjórnvalda verður þó ekki ljós fyrr en af einhverjum árum liðnum. Ísland sem ferðamannaland verður til með orðspori um stórbrotna og fallega náttúru og land sem er aðgengilegt og öruggt. Við búum að því að vera gestrisin og það skipti máli að styðja þétt við bakið á atvinnugreininni í heimsfaraldi sem varð til þess að við gátum boðið fólki heim og boðið upp á góðar minningar sem það tekur með sér heim aftur. Íslendingar hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar