Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:00 Heyrúllurnar á Bjarnanesi, sem er svona listavel raðað upp af Eyjólfi bónda á bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél. Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira