Ronaldo og United komust saman um að leikmaðurinn hætti strax enda var öllum ljóst að hann átti ekki möguleika á endurkomu á Old Trafford eftir viðtalið fræga við Piers Morgan.
Ronaldo er frjáls allra mála og getur byrjað að leita sér að nýju félagi. Hvort að það vilji hann einhver verður að koma í ljós en það fer kannski svolítið eftir frammistöðu hans á HM í Katar.
Manchester United will save around £17m as Cristiano Ronaldo agreed not to receive any pay off. #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 23, 2022
Plan was to invest on new striker in July but Man Utd are now already exploring the market to find a solution in January. pic.twitter.com/NCo0oLhokg
Skúbbarinn Fabrizio Romano segir frá því að Manchester United hafi sparað sér sautján milljónir punda á því að losna við að borga Ronaldo laun fram á sumar. Það eru tæpir 2,9 milljarðar í íslenskum krónum.
Fyrir vikið mun United reyna að finna framherja í janúarglugganum en á áætlun var að láta sér nægja að kaupa nýjan sóknarmann næsta sumar.