Handbolti

Góður leikur Díönu dugði ekki til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Díana Dögg í leik með íslenska landsliðinu.
Díana Dögg í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Jónína

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir kom að flestum mörkum í liði Sachsen Zwickau í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem liðið mátti þola níu marka tap gegn Union Halle-Neustadt.

Díana Dögg og stöllur voru frábærar í fyrri hálfleik þegar þær heimsóttu Union Halle-Neustadt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og staðan að honum loknum var jöfn, 12-12.

Í síðari hálfleik vaknaði heimaliðið heldur betur af værum blundi og fór að raða inn mörkum. Vann Union Halle-Neustadt leikinn á endanum örugglega með níu mörkum, lokatölur 31-22.

Díana Dögg skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Zwickau. Enginn leikmaður gestaliðsins kom að fleiri mörkum.

Eftir tapið er Zwickau áfram í 13. sæti með aðeins tvö stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×