Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 16:01 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun