Handbolti

Ólafur hafði betur í Íslendingaslag | Daníel og félagar juku forskotið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan sigur gegn toppliði Kadetten í kvöld.
Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan sigur gegn toppliði Kadetten í kvöld. EPA/ANDREAS HILLERGREN

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti svissnesku meisturunum í Íslendingaliði Kadetten Schaffhausen í kvöld, 31-29. Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten nú með sex stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar eftir sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30.

Fyrir leik liðanna var Íslendingalið Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og með Óðinn Þór Ríkharðsson innanborðs, á toppi svissnesku deildarinnar, en Ólafur og félagar sátu í fjórða sæti.

Heimamenn í Zürich voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir í Kadetten náðu ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og Zürich vann að lokum sterkan tveggja marka sigur, 29-31.

Kadetten situr enn á toppi deildarinnar með 27 stig eftir 17 leiki, átta stigum meira en Zürich sem þó hefur leikið tveimur leikjum minna.

Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen enn taplausir í þýsku B-deildinni eftir öruggan sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30. Liðið er með 25 stig eftir 13 leiki, sex stigum meira en Eisenach sem situr í öðru sæti.

Að lokum var Haukur Þrastarson í liði Kielce er pólsku meistararnir unnu enn einu sinni heima fyrir. Kielce trónir á toppi pólsku deildarinnar með 33 stig af 33 mögulegum og liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×