„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 21:36 Birgir Rúnar Halldórsson er einn af eigendum skemmtistaðarins Lúx í Austurstræti. vísir/stöð 2 Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. „Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt. Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
„Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt.
Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28