Gera geggjuð fjölskyldujólakort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 07:00 Hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarssson gera vægast sagt geggjuð jólakort með krökkunum sínum árlega. Allir taka þátt og hver og einn sér um sinn búning. Metnaðurinn er alla leið og stemningin eftir því enda segja Lóa og Torfi myndatökuna vera skemmtilegan fjölskyldusamverutíma og í raun frábært að enn skuli nást að fá alla saman í myndatöku einu sinni á ári. „Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli. Og slá í gegn. „Já það má alveg viðurkenna það að þetta er smá pressa,“ segja hjónin brosandi en hafa greinilega gaman af. Fölskyldujólakortin eru geggjuð flott svo ekki sé meira sagt. Eða áramóta- eða árstíðarkort eins og hjónin segja. Því ekki tekst alltaf að senda kortin út fyrir jól. Þegar mest er að gera hjá þeim hjónum í vinnunni. „En þetta er eiginlega okkar fjölskyldusaga. Í raun frábært að það sé tryggt að einu sinni á ári er fjölskyldan saman í myndatöku,“ segir Torfi. Í haust ræddi Atvinnulífið á Vísi við hjónin Lóu Dís og Torfa sem fyrir nokkrum árum síðan ákváðu að flytja til Danmerkur og venda sínu kvæði alveg í kross. Lóa Dís er grafískur hönnuður en Torfi auglýsingaljósmyndari. Það sem ekki var sagt frá í því viðtali var að í mörg ár hafa hjónin sent út jólakort, eða áramótakort, í tugum talið sem vinir og vandamenn eru árlega farnir að bíða spenntir eftir. Hvernig verður jólakortið í ár? Í dag fáum við að heyra um umrædd jólakort. Saklaus en skemmtileg hugmynd í upphafi Lóa Dís og Torfi eru hin dæmigerða íslenska vísitölufjölskylda. Sem saman eiga fjögur börn úr fyrri samböndum, sem þýðir að nýjar hefðir eru búnar til fyrir hina nýju samsettu fjölskyldu. Þar á meðal að senda út jólakort. „Mér fannst samt alveg rosalega stressandi að skrifa jólakort og senda út,“ segir Lóa Dís og skýrir út að eflaust sé hluti skýringarinnar sú að hún og Torfi séu bæði í þannig starfi að þeim finnist allt sem sjónrænt er í raun einfaldari að útfæra en eitthvað sem felur í sér texta. Hér er fyrsta jólakortið en þá vantaði Gunnar, elsta son Torfa, sem bjó í Danmörku þar sem fjölskyldan býr reyndar öll nú. Þemað þetta fyrsta ár var kvikmyndin Home Alone. En meira hlýtur að teljast til. Því þegar jólakort fjölskyldunnar eru skoðuð frá því að þau fyrst voru gerð árið 2014, er ekki annað hægt en að segja en að þau séu með þeim flottustu. Árið 2015 var þema jólakortsins Síðasta máltíðin. Í nokkuð skemmtilegri útfærslu eins og sjá má. Kortin eru alltaf prentuð hjá Pixel. „Það búa samt allir til sína eigin búninga. Og allir í fjölskyldunni eru að kasta inn hugmyndum um þema,“ segir Lóa Dís og Torfi bætir við: „Þetta er mjög skemmtileg fjölskyldusamvera. Við erum kannski allt að heilan dag að taka myndir og vinna að útfærslum sem er frábær samvera og felur í sér mikla stemningu fyrir fjölskylduna sem slíka.“ Árið 2016 var jólakortið útfært eins og sjá mátti á svart hvítu plakati af vinnumönnum sem unnu upp á Skyscraper Beam í New York. Hjónin segja fyrstu hugmyndina hafa verið þá að gera eitthvað skemmtilegt. Hugmyndin hafi síðan undið upp á sig og er nú orðin að stóru máli árlega; Metnaðarmál fyrir alla sem að koma. „Það var líka mjög skemmtilegt þegar maður fór að fatta að það voru kannski vinir og vandamenn með kortin okkar á ísskápnum í marga mánuði eftir jól,“ segir Lóa Dís og hjónin brosa í kampinn. Ekki nema von að metnaður sé settur í verkið! Þegar fjölskyldan var nýflutt í sveit í Danmörku var þema jólakortsins Hillbillies. Þegar fyrsta kortið var búið til var dóttir Lóu Dísar Isabella 8 ára. Börn Torfa, Anna Cara 12 ára og Axel 20 ára. Elsti sonur Torfa, Gunnar, var 26 ára en ekki með á þessu fyrsta korti þar sem hann bjó þá í Danmörku en fjölskyldan sjálf enn á Íslandi. Tengdabörn hafa síðan bæst við og segir Torfi það einmitt vera skemmtilegt við kortin; „Partur af lífinu fyrir okkur foreldrana er að við eignumst tengdabörn sem sum hver staldra við í styttri tíma en önnur. En allir eru þátttakendur og þegar maður lítur til baka er einmitt svo skemmtilegt að sjá hvernig jólakortin eru í raun okkar fjölskyldusaga.“ Árið 2018 var þemað Harry Potter. Á tímabilinu hafa síðan komið upp alls kyns óvæntar áskoranir. „Í Covid vantaði til dæmis Axel og Kittý því það við gátum ekki hist. Í ár er myndatakan 16.desember en við erum enn að pæla í því hvernig við útfærum kortið því það komast ekki allir,“ segir Torfi. Markmiðið er samt að halda úti kortagerðinni eins lengi og hægt er og eins lengi og allir í fjölskyldunni eru til í stemninguna. „Við erum með börn og tengdabörn og væntanlega bætast síðan við barnabörn. Eflaust verður þetta svolítið flókið ef við erum orðin 27 talsins eða eitthvað. En þá endar þetta kannski bara með því að við Lóa Dís erum bara tvö saman á korti,“ segir Torfi. „Allsber á skinni,“ segja hjónin og skella upp úr af hugmyndinni einni saman. Það jólakort sem tók mestan tíma í undirbúning og myndatöku var jólakortið árið 2019 því þá var þemað The Day off the Dead. Enda förðunin ein og sér mjög tilkomumikil. Kortin eru prentuð hjá Pixel, sem hjónin segja vera Vestfirska snillinga eins og þeir gerast bestir. Um 150 kort eru send út á ári. Oft eftir jól þar sem mesta vinnutörn ársins hjá Lóu Dís og Torfa eru einmitt vikurnar fyrir jól. Áherslan er því lögð á að fagna nýju ári. Lóa Dís og Torfi segja fjölskyldujólakortið eiga sér stóran sess hjá fjölskyldunni allri. Allir eigi sér meira að segja sitt uppáhaldskort og það þurfi ekkert endilega að vera sama kortið. Aðspurð segir Lóa Dís sitt uppáhaldskort vera Síðasta máltíðin en Torfi segist ekki geta gert upp á milli þeirra og margra aðra. „Ég nefni líka Day of the Dead þemað en það er kannski líka vegna þess að það þema var flóknasta þemað sem við höfum farið í. Myndatakan tók heilan dag, förðunin og búningarnir voru flóknir og þetta var mikil vinna,“ segir Torfi. Árið 2020 var þema jólakortsins auðvitað Covid. Þar sem enginn mátti fara út. Í fyrra var í raun smá framhald af Covid þemanu eða þemað Panikk jólin þar sem allt fer úrskeiðis. Nú þegar liggur fyrir hvaða þema verður í jólakortinu árið 2022. En ekkert er uppgefið. Því þegar ákvörðunin liggur fyrir er ekkert gefið upp. Enginn í hópnum kjaftar frá. Ekki einu sinni mamma veit neitt,“ segir Lóa Dís. Svona eins og til að skýra út hversu heilagt kortaleyndarmálið er. Í spilaranum hér að neðan má sjá á bakvið tjöldin þegar jólakortið 2019 var búið til: Íslendingar erlendis Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Jól Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Og slá í gegn. „Já það má alveg viðurkenna það að þetta er smá pressa,“ segja hjónin brosandi en hafa greinilega gaman af. Fölskyldujólakortin eru geggjuð flott svo ekki sé meira sagt. Eða áramóta- eða árstíðarkort eins og hjónin segja. Því ekki tekst alltaf að senda kortin út fyrir jól. Þegar mest er að gera hjá þeim hjónum í vinnunni. „En þetta er eiginlega okkar fjölskyldusaga. Í raun frábært að það sé tryggt að einu sinni á ári er fjölskyldan saman í myndatöku,“ segir Torfi. Í haust ræddi Atvinnulífið á Vísi við hjónin Lóu Dís og Torfa sem fyrir nokkrum árum síðan ákváðu að flytja til Danmerkur og venda sínu kvæði alveg í kross. Lóa Dís er grafískur hönnuður en Torfi auglýsingaljósmyndari. Það sem ekki var sagt frá í því viðtali var að í mörg ár hafa hjónin sent út jólakort, eða áramótakort, í tugum talið sem vinir og vandamenn eru árlega farnir að bíða spenntir eftir. Hvernig verður jólakortið í ár? Í dag fáum við að heyra um umrædd jólakort. Saklaus en skemmtileg hugmynd í upphafi Lóa Dís og Torfi eru hin dæmigerða íslenska vísitölufjölskylda. Sem saman eiga fjögur börn úr fyrri samböndum, sem þýðir að nýjar hefðir eru búnar til fyrir hina nýju samsettu fjölskyldu. Þar á meðal að senda út jólakort. „Mér fannst samt alveg rosalega stressandi að skrifa jólakort og senda út,“ segir Lóa Dís og skýrir út að eflaust sé hluti skýringarinnar sú að hún og Torfi séu bæði í þannig starfi að þeim finnist allt sem sjónrænt er í raun einfaldari að útfæra en eitthvað sem felur í sér texta. Hér er fyrsta jólakortið en þá vantaði Gunnar, elsta son Torfa, sem bjó í Danmörku þar sem fjölskyldan býr reyndar öll nú. Þemað þetta fyrsta ár var kvikmyndin Home Alone. En meira hlýtur að teljast til. Því þegar jólakort fjölskyldunnar eru skoðuð frá því að þau fyrst voru gerð árið 2014, er ekki annað hægt en að segja en að þau séu með þeim flottustu. Árið 2015 var þema jólakortsins Síðasta máltíðin. Í nokkuð skemmtilegri útfærslu eins og sjá má. Kortin eru alltaf prentuð hjá Pixel. „Það búa samt allir til sína eigin búninga. Og allir í fjölskyldunni eru að kasta inn hugmyndum um þema,“ segir Lóa Dís og Torfi bætir við: „Þetta er mjög skemmtileg fjölskyldusamvera. Við erum kannski allt að heilan dag að taka myndir og vinna að útfærslum sem er frábær samvera og felur í sér mikla stemningu fyrir fjölskylduna sem slíka.“ Árið 2016 var jólakortið útfært eins og sjá mátti á svart hvítu plakati af vinnumönnum sem unnu upp á Skyscraper Beam í New York. Hjónin segja fyrstu hugmyndina hafa verið þá að gera eitthvað skemmtilegt. Hugmyndin hafi síðan undið upp á sig og er nú orðin að stóru máli árlega; Metnaðarmál fyrir alla sem að koma. „Það var líka mjög skemmtilegt þegar maður fór að fatta að það voru kannski vinir og vandamenn með kortin okkar á ísskápnum í marga mánuði eftir jól,“ segir Lóa Dís og hjónin brosa í kampinn. Ekki nema von að metnaður sé settur í verkið! Þegar fjölskyldan var nýflutt í sveit í Danmörku var þema jólakortsins Hillbillies. Þegar fyrsta kortið var búið til var dóttir Lóu Dísar Isabella 8 ára. Börn Torfa, Anna Cara 12 ára og Axel 20 ára. Elsti sonur Torfa, Gunnar, var 26 ára en ekki með á þessu fyrsta korti þar sem hann bjó þá í Danmörku en fjölskyldan sjálf enn á Íslandi. Tengdabörn hafa síðan bæst við og segir Torfi það einmitt vera skemmtilegt við kortin; „Partur af lífinu fyrir okkur foreldrana er að við eignumst tengdabörn sem sum hver staldra við í styttri tíma en önnur. En allir eru þátttakendur og þegar maður lítur til baka er einmitt svo skemmtilegt að sjá hvernig jólakortin eru í raun okkar fjölskyldusaga.“ Árið 2018 var þemað Harry Potter. Á tímabilinu hafa síðan komið upp alls kyns óvæntar áskoranir. „Í Covid vantaði til dæmis Axel og Kittý því það við gátum ekki hist. Í ár er myndatakan 16.desember en við erum enn að pæla í því hvernig við útfærum kortið því það komast ekki allir,“ segir Torfi. Markmiðið er samt að halda úti kortagerðinni eins lengi og hægt er og eins lengi og allir í fjölskyldunni eru til í stemninguna. „Við erum með börn og tengdabörn og væntanlega bætast síðan við barnabörn. Eflaust verður þetta svolítið flókið ef við erum orðin 27 talsins eða eitthvað. En þá endar þetta kannski bara með því að við Lóa Dís erum bara tvö saman á korti,“ segir Torfi. „Allsber á skinni,“ segja hjónin og skella upp úr af hugmyndinni einni saman. Það jólakort sem tók mestan tíma í undirbúning og myndatöku var jólakortið árið 2019 því þá var þemað The Day off the Dead. Enda förðunin ein og sér mjög tilkomumikil. Kortin eru prentuð hjá Pixel, sem hjónin segja vera Vestfirska snillinga eins og þeir gerast bestir. Um 150 kort eru send út á ári. Oft eftir jól þar sem mesta vinnutörn ársins hjá Lóu Dís og Torfa eru einmitt vikurnar fyrir jól. Áherslan er því lögð á að fagna nýju ári. Lóa Dís og Torfi segja fjölskyldujólakortið eiga sér stóran sess hjá fjölskyldunni allri. Allir eigi sér meira að segja sitt uppáhaldskort og það þurfi ekkert endilega að vera sama kortið. Aðspurð segir Lóa Dís sitt uppáhaldskort vera Síðasta máltíðin en Torfi segist ekki geta gert upp á milli þeirra og margra aðra. „Ég nefni líka Day of the Dead þemað en það er kannski líka vegna þess að það þema var flóknasta þemað sem við höfum farið í. Myndatakan tók heilan dag, förðunin og búningarnir voru flóknir og þetta var mikil vinna,“ segir Torfi. Árið 2020 var þema jólakortsins auðvitað Covid. Þar sem enginn mátti fara út. Í fyrra var í raun smá framhald af Covid þemanu eða þemað Panikk jólin þar sem allt fer úrskeiðis. Nú þegar liggur fyrir hvaða þema verður í jólakortinu árið 2022. En ekkert er uppgefið. Því þegar ákvörðunin liggur fyrir er ekkert gefið upp. Enginn í hópnum kjaftar frá. Ekki einu sinni mamma veit neitt,“ segir Lóa Dís. Svona eins og til að skýra út hversu heilagt kortaleyndarmálið er. Í spilaranum hér að neðan má sjá á bakvið tjöldin þegar jólakortið 2019 var búið til:
Íslendingar erlendis Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Jól Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira