Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 10:12 Kim Jong Un og dóttir hans, ásamt hermönnum einræðisríkisins. AP/KCNA Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga. Norður-Kórea Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga.
Norður-Kórea Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira