FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2022 11:46 Geir Hallsteinsson. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld. Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar” FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira