Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 María Ángeles Muñoz, borgarstjóri í Marbella, ásamt Juanma Moreno, forseta héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu. Joaquin Corchero/Getty Images Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira