Krefst tæplega ellefu milljóna króna fyrir sölu sem ekkert varð úr Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2022 23:06 Laugar í Sælingsdal voru á sölu í heil sex ár. Vísir/Vilhelm Fasteignasali hefur sent sveitarfélaginu Dalabyggð kröfubréf upp á tæplega ellefu milljónir króna fyrir vinnu við sölu á Laugum í Sælingsdal sem byggðarráð þess hætti við árið 2017. Sveitarstjórn samþykkti nýverið einróma að hafna kröfunni. Finnbogi Kristjánsson, eigandi Frón Fasteignamiðlunar, krefst þess að sveitarfélagið greiði honum alls 10,6 milljónir króna auk vaxta fram að greiðsludegi vegna vangoldinna greiðslna fyrir störf hans og útlagðan kostnað vegna sölumeðferðar á jörðum á Laugum og Sælingsdalstungum. Forsaga málsins er sú að árið 2017 samþykkti sveitarfélagið tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal með fyrirvörum. Árið 2018 kom upp ágreiningur milli sveitarfélagsins og kaupandans sem leiddi á endanum til þess að hætt var við söluna. Gaf út reikning þegar útlit var fyrir að ekkert yrði úr sölunni Í fundargerð byggðarráðs Dalabyggðar frá síðasta fundi þess á föstudag má sjá kröfubréf sem sent var fyrir hönd Finnboga. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Í kröfubréfinu segir að í desember árið 2018, þegar útlit var fyrir að ekki yrði úr viðskiptunum með Laugar, hafi Finnbogi sent reikning fyrir vinnu hans þágu sveitarfélagsins, fyrir útlögðum kostnaði og hagsmunatengdri söluþóknun hans. Síðastnefndi reikningurinn hafi síðar verið felldur niður þegar viðræður um kaupin slitnuðu endanlega. Reikningar fyrir útlögðum kostnaði, verðmati og vinnu samkvæmt tímaskýrslu námu rétt tæplega sex milljónum króna í heildina. Í maí 2019 hafi sveitarfélagið hafnað því að greiða reikningana með vísan til þess að aldrei hafi verið samið um þóknun fasteignasalans ef eignirnar seldust ekki og þess að engir reikningar stæðu að baki kröfu hans. Lögmaður Finnboga segir í kröfubréfinu að höfnunin hafi verið með öllu óskiljanleg enda liggi öll gögn um samning og reikningar fyrir. Ómögulegt að selja eignir sem teknar hafa verið úr sölu Í kröfubréfinu segir að í samningi Finnboga og Dalabyggðar hafi sagt að hann væri í gildi þar til eignin yrði seld og gengið hafi verið frá afsali en að hann sé uppsegjanlegur af beggja hálfu. Við uppsögn samningsins beri að greiða umsaminn og útlagðan kostnað. Fyrir liggi að sveitarfélagið hafi hætt við sölu eignanna eftir að kauptilboð kaupanda gekk ekki eftir. „Með þeirri háttsemi sinni sagði sveitarfélagið upp sölusamningnum við umbjóðanda minn, enda ómögulegt fyrir hann að selja eignir sem seljandi hefur tekið úr sölumeðferð,“ segir í kröfubréfinu. Hafi setið langa fundi að beiðni sveitarfélagsins Í kröfubréfinu segir að sölusamningur hafi náð til þess að leita eftir tilboðum í eignina, semja kaupsamning, skuldabréf, afsal og alla þá löggerninga sem tengjast sölu eignarinnar. „Öll vinna umbjóðanda míns var að beiðni sveitarfélagsins og það sama gildir um þau verðmöt sem hann vann. Var vinnan hans liður í sölumeðferð eignanna og sat hann jafnframt langa fundi að beiðni sveitarfélagsins, átti ótal samskipti og innti af hendi hin ýmsu störf allt þar til störfum hans lauk með einhliða ákvörðun sveitarfélagsins að hætta við sölu eignanna. Með vísan til framangreinds telur Finnbogi kröfur hans séu réttmætar og að sveitarfélaginu beri að greiða þær. Sem áður segir hefur byggðarráð Dalabyggðar þegar samþykkt einhljóða að hafna öllum kröfum hans. Þá var einnig samþykkt að leita þjónustu lögfræðings við úrlausn málsins. Laugar voru lengi á sölu Laugar í Sælingsdal voru settar á sölu árið 2016 og var uppsett verð 530 milljónir króna. Um er að ræða fornfrægan sögustað þar sem áður var skóli sem síðar var breytt í hótel og skólabúðir. Tíu hús eru í þorpinu með alls 42 herbergjum. Þá er íþróttahús á svæðinu ásamt sundlaug og náttúrulauginni Guðrúnarlaug. Illa gekk að selja þorpið en árið 2018 hafnaði Dalabyggð 460 milljóna króna kauptilboði vegna óánægju íbúa með skilyrði um forgangsröðun veðréttinda í þorpinu. Þá var fallið frá kauptilboðinu sem hér um ræðir vegna þess að kaupendur gátu ekki fjármagnað umsamið kaupverð, 320 milljónir króna. Í júlí þessa árs barst Dalabyggð tilboð sem ekki var samþykkt. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, ekkert geta tjáð sig um tilboðið, enda hafi það verið undirorpið trúnaði. Loks fengust lyktir í málið í byrjun águst þessa árs þegar hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir, sem lengi ráku geysivinsælar skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði, sömdu við Dalabyggð um að taka Laugar á leigu. Dalabyggð Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboð hefur borist í Laugar í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Þorpið hefur verið til sölu frá árinu 2016 og illa hefur gengið að selja það. 8. júlí 2022 10:41 Meta tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Tilboðsgjafinn hefur óskað eftir trúnaði en sveitarstjórinn segir kauptilboðið vel undir 530 milljóna króna verðmiða sveitarfélagsins. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Finnbogi Kristjánsson, eigandi Frón Fasteignamiðlunar, krefst þess að sveitarfélagið greiði honum alls 10,6 milljónir króna auk vaxta fram að greiðsludegi vegna vangoldinna greiðslna fyrir störf hans og útlagðan kostnað vegna sölumeðferðar á jörðum á Laugum og Sælingsdalstungum. Forsaga málsins er sú að árið 2017 samþykkti sveitarfélagið tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal með fyrirvörum. Árið 2018 kom upp ágreiningur milli sveitarfélagsins og kaupandans sem leiddi á endanum til þess að hætt var við söluna. Gaf út reikning þegar útlit var fyrir að ekkert yrði úr sölunni Í fundargerð byggðarráðs Dalabyggðar frá síðasta fundi þess á föstudag má sjá kröfubréf sem sent var fyrir hönd Finnboga. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Í kröfubréfinu segir að í desember árið 2018, þegar útlit var fyrir að ekki yrði úr viðskiptunum með Laugar, hafi Finnbogi sent reikning fyrir vinnu hans þágu sveitarfélagsins, fyrir útlögðum kostnaði og hagsmunatengdri söluþóknun hans. Síðastnefndi reikningurinn hafi síðar verið felldur niður þegar viðræður um kaupin slitnuðu endanlega. Reikningar fyrir útlögðum kostnaði, verðmati og vinnu samkvæmt tímaskýrslu námu rétt tæplega sex milljónum króna í heildina. Í maí 2019 hafi sveitarfélagið hafnað því að greiða reikningana með vísan til þess að aldrei hafi verið samið um þóknun fasteignasalans ef eignirnar seldust ekki og þess að engir reikningar stæðu að baki kröfu hans. Lögmaður Finnboga segir í kröfubréfinu að höfnunin hafi verið með öllu óskiljanleg enda liggi öll gögn um samning og reikningar fyrir. Ómögulegt að selja eignir sem teknar hafa verið úr sölu Í kröfubréfinu segir að í samningi Finnboga og Dalabyggðar hafi sagt að hann væri í gildi þar til eignin yrði seld og gengið hafi verið frá afsali en að hann sé uppsegjanlegur af beggja hálfu. Við uppsögn samningsins beri að greiða umsaminn og útlagðan kostnað. Fyrir liggi að sveitarfélagið hafi hætt við sölu eignanna eftir að kauptilboð kaupanda gekk ekki eftir. „Með þeirri háttsemi sinni sagði sveitarfélagið upp sölusamningnum við umbjóðanda minn, enda ómögulegt fyrir hann að selja eignir sem seljandi hefur tekið úr sölumeðferð,“ segir í kröfubréfinu. Hafi setið langa fundi að beiðni sveitarfélagsins Í kröfubréfinu segir að sölusamningur hafi náð til þess að leita eftir tilboðum í eignina, semja kaupsamning, skuldabréf, afsal og alla þá löggerninga sem tengjast sölu eignarinnar. „Öll vinna umbjóðanda míns var að beiðni sveitarfélagsins og það sama gildir um þau verðmöt sem hann vann. Var vinnan hans liður í sölumeðferð eignanna og sat hann jafnframt langa fundi að beiðni sveitarfélagsins, átti ótal samskipti og innti af hendi hin ýmsu störf allt þar til störfum hans lauk með einhliða ákvörðun sveitarfélagsins að hætta við sölu eignanna. Með vísan til framangreinds telur Finnbogi kröfur hans séu réttmætar og að sveitarfélaginu beri að greiða þær. Sem áður segir hefur byggðarráð Dalabyggðar þegar samþykkt einhljóða að hafna öllum kröfum hans. Þá var einnig samþykkt að leita þjónustu lögfræðings við úrlausn málsins. Laugar voru lengi á sölu Laugar í Sælingsdal voru settar á sölu árið 2016 og var uppsett verð 530 milljónir króna. Um er að ræða fornfrægan sögustað þar sem áður var skóli sem síðar var breytt í hótel og skólabúðir. Tíu hús eru í þorpinu með alls 42 herbergjum. Þá er íþróttahús á svæðinu ásamt sundlaug og náttúrulauginni Guðrúnarlaug. Illa gekk að selja þorpið en árið 2018 hafnaði Dalabyggð 460 milljóna króna kauptilboði vegna óánægju íbúa með skilyrði um forgangsröðun veðréttinda í þorpinu. Þá var fallið frá kauptilboðinu sem hér um ræðir vegna þess að kaupendur gátu ekki fjármagnað umsamið kaupverð, 320 milljónir króna. Í júlí þessa árs barst Dalabyggð tilboð sem ekki var samþykkt. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, ekkert geta tjáð sig um tilboðið, enda hafi það verið undirorpið trúnaði. Loks fengust lyktir í málið í byrjun águst þessa árs þegar hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir, sem lengi ráku geysivinsælar skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði, sömdu við Dalabyggð um að taka Laugar á leigu.
Dalabyggð Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboð hefur borist í Laugar í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Þorpið hefur verið til sölu frá árinu 2016 og illa hefur gengið að selja það. 8. júlí 2022 10:41 Meta tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Tilboðsgjafinn hefur óskað eftir trúnaði en sveitarstjórinn segir kauptilboðið vel undir 530 milljóna króna verðmiða sveitarfélagsins. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Tilboð hefur borist í Laugar í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Þorpið hefur verið til sölu frá árinu 2016 og illa hefur gengið að selja það. 8. júlí 2022 10:41
Meta tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Tilboðsgjafinn hefur óskað eftir trúnaði en sveitarstjórinn segir kauptilboðið vel undir 530 milljóna króna verðmiða sveitarfélagsins. 17. nóvember 2017 07:00