Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2022 08:01 Katarar styðja ekki lið með þessum hætti. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega? Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við. HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við.
HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti