Uggur um lífeyrisréttindi heilbrigðisstarfsmanna sem fresta starfslokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2022 06:59 Helgi segir það verða að vera freistandi fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa. Stöð 2 „Við viljum alls ekki hafa nein ákvæði um starfslokaaldur í lögum, hvorki hámörk um 67 né 70 ára aldur. Þetta á fyrst og fremst að vera samningsatriði milli þess sem vinnur og þess sem vill hafa fólk í vinnu.“ Þetta segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk á aldrinum 70 til 75 ára til starfa vegna mannneklu innan heilbrigðiskerfisins. Helgi segir ótækt að setja sérstakar reglur fyrir eina starfsgrein og þá eru uppi áhyggjur af því hvað verður um lífeyrisréttindi þessa fólks. Samkvæmt núgildandi lögum er öllum ráðningarsamningum við starfsmenn ríkisins sagt upp þegar þeir ná 70 ára aldri. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður heilbrigðisstofnunum hins vegar heimilt að gera nýja ráðningarsamninga í framhaldinu, sem gilda þar til fólk verður 75 ára. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að margir óttist að lífeyrisgreiðslur skerðist við breytinguna og að eldri borgarar verði notaðir sem ódýrt vinnuafl. „Samkvæmt núgildandi lögum ber atvinnurekendum aðeins skylda til að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsfólk til sjötugs og samkvæmt núverandi samþykktum LSR tekur sjóðurinn ekki við greiðslum frá félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Helgi tekur undir gagnrýnina og segir að það verði að vera bitastætt fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa. Heilbrigðismál Eldri borgarar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk á aldrinum 70 til 75 ára til starfa vegna mannneklu innan heilbrigðiskerfisins. Helgi segir ótækt að setja sérstakar reglur fyrir eina starfsgrein og þá eru uppi áhyggjur af því hvað verður um lífeyrisréttindi þessa fólks. Samkvæmt núgildandi lögum er öllum ráðningarsamningum við starfsmenn ríkisins sagt upp þegar þeir ná 70 ára aldri. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður heilbrigðisstofnunum hins vegar heimilt að gera nýja ráðningarsamninga í framhaldinu, sem gilda þar til fólk verður 75 ára. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að margir óttist að lífeyrisgreiðslur skerðist við breytinguna og að eldri borgarar verði notaðir sem ódýrt vinnuafl. „Samkvæmt núgildandi lögum ber atvinnurekendum aðeins skylda til að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsfólk til sjötugs og samkvæmt núverandi samþykktum LSR tekur sjóðurinn ekki við greiðslum frá félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Helgi tekur undir gagnrýnina og segir að það verði að vera bitastætt fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira